Áfanginn er ætlaður nemendum á viðskipta- og hagfræðibraut. Meginmarkmið áfangans er að auka og auðga orðaforða, efla skilning á grundvallarhugtökum viðskipta og hagfræði. Þjálfa lestur faglegra texta á viðskiptasviði. Hagnýta sérhæfðan orðaforða, til dæmis við ritun viðskiptabréfa, skýrslna og tölvupósta og í munnlegum kynningum. Lögð er áhersla á að nemendur vinni sjálfstætt og í hópum með fjölbreytt efni og hafi val um margvísleg verkefni.
10 einingar af 2. þrepi
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
orðaforða, orðstofnum, orðmyndun og öðru sem gerir nemanda kleift að tileinka sér lesefni sem tengist viðskiptagreinum í áframhaldandi námi og starfi
því sem einkennir talað og ritað mál í viðskiptagreinum
viðskiptamenningu ólíkra þjóða
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skilja sérhæfða texta á sviði viðskiptagreina
lesa sér til gagns almenna og krefjandi texta og vinna með þá
beita ritmáli í mismunandi tilgangi með stílbrigðum og málsniði sem á við, t.d. útdrætti og kynningar
hlusta á og taka þátt í fyrirlestrum, umræðum og rökræðum um fræðileg efni á sviði viðskiptagreina í þeim tilgangi að miðla til annarra
nota orðaforða viðskiptagreina til að tjá sig um margvísleg málefni
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
nýta sér texta, umræður og rökræður um fræðileg málefni
nýta sér fræðitexta og meta heimildir á gagnrýninn hátt
geta flutt vel uppbyggða frásögn, kynningu eða greinargerð, dregið fram aðalatriði og rökstutt mál sitt nokkuð nákvæmlega með dæmum og geta brugðist við spurningum
nota rithefðir sem eiga við í textasmíð hverju sinni
rökstyðja mál sitt í ræðu og riti
geta útskýrt flókna texta og nýtt faglegan orðaforða á lipran og skýran hátt í ritun og tali
geta metið og aflað heimilda eftir mismunandi leiðum s.s. af neti, bókasafni og öðrum upplýsingaveitum samkvæmt þeim venjum sem gilda um heimildavinnu
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.