Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1423824165.28

    Fantasíubókmenntir og Tolkien
    ENSK3TB05
    28
    enska
    Tolkien, bókmenntir, fantasía
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    AV
    Áfanginn byggist á umfjöllun um fantasíubókmenntir, þróun þeirra og bakgrunn. Í áfanganum er lögð áhersla á þemavinnu sem tengist bókmenntum og bókmenntasögu. Unnið er útfrá verkum Tolkien og horft til þeirra verka sem hann byggði sinn sagnaheim á. Helstu einkenni fantasíubókmennta eru kynnt í gegnum skáldverk Tolkien auk þess sem tæpt er á ýmsum tímabilum bókmenntasögunnar eftir því sem þau tengjast viðfangsefni áfangans. Þá er einnig litið til hugmynda um uppbyggingu skáldverka og bókmenntahugtaka þeim tengdum. Áhersla er lögð á ritun í tengslum við bókmenntaumfjöllun, þar sem nemandinn leitar heimilda sem tengjast ólíkum tímabilum og nýtir í umfjöllun sinni. Einnig er leitast við að nemandinn tjái sig um verkin munnlega og á skapandi máta.
    10 einingar á 2. þrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • tengslum milli eldri forma bókmennta og nútímabókmennta
    • hvernig fanstasíubókmenntir hafa mótast af tíðaranda hverju sinni
    • almennum bókmenntahugtökum
    • áhrifum Tolkien á bókmenntir og menningarheim samtímans
    • áhrifum trúarbragða á bókmenntir
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita jákvæðri og gagnrýnni hugsun til að geta deilt skoðunum á lesnu efni
    • miðla ritun eða öðrum viðfangsefnum sínum á lipurri og hnökralausri ensku
    • kafa dýpra ofan í viðkomandi viðfangsefni
    • skoða sögulegt, félagslegt, menningarlegt og/eða pólitískt samhengi í texta
    • taka þátt í umræðum um bókmenntir/fræðitexta og tjá sig á viðeigandi máta
    • lesa sér til gagns rauntexta og krefjandi texta og vinna með þá
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gagnrýna og skilgreina bókmenntaverk í rituðu og töluðu máli
    • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum
    • geta flutt vel uppbyggða frásögn, kynningu eða greinargerð
    • geta dregið eigin ályktanir útfrá bókmenntaverkum
    • rökstyðja mál sitt í ræðu og riti
    • meta og afla heimilda eftir mismunandi leiðum s.s. af neti, bókasafni og öðrum upplýsingaveitum samkvæmt þeim venjum sem gilda um heimildavinnu
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.