Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1423824506.14

    Bókmenntir á 20. öld
    ENSK3MB05
    26
    enska
    bókmenntir, menning og ritun
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    AV
    Í áfanganum er fjallað um enskar bókmenntir á 20. öld. Horft er til ólíkra höfunda, svæða og tímabila og lesin skáldverk frá þeim svæðum og/eða tímabilum. Tekin eru fyrir ólík birtingarform, s.s. smásögur, skáldsögur, leikverk og kvikmyndir. Þá er einnig litið til hugmynda um uppbyggingu skáldverka og bókmenntahugtaka þeim tengdum. Notast verður við ítarefni, svo sem lestexta, hlustunar- og myndbandsefni sem endurspeglar með sem bestum hætti menningu og mannlíf þeirra svæða og þess tíma sem tengjast skáldverkum áfangans. Sérstök áhersla er lögð á ritun í tengslum við bókmenntaumfjöllun, þar sem nemandinn leitar heimilda sem tengjast ólíkum tímabilum og nýtir í umfjöllun sinni. Einnig er leitast við að nemandinn tjái sig um verkin munnlega og á skapandi máta.
    10 einingar á 2. þrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvernig bókmenntaverk kunna að endurspegla tímabil
    • hvernig höfundur sjálfur getur komið fram í eigin verkum
    • hvernig menning staða og tími kann að móta skáldverk
    • hugmyndum um uppbyggingu skáldverka
    • bókmenntahugtökum tengdum uppbyggingu skáldverka
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • rýna í ólíkar gerðir bókmenntatexta, s.s. smásögur, skáldsögur og leikverk
    • skoða og meta skáldverk í samhengi tíma og staðsetningar ritunar verksins
    • beita jákvæðri hugsun til að geta deilt skoðunum á lesnu efni
    • kafa dýpra ofan í viðfangsefni og leita fanga víðar en áður
    • taka þátt í umræðum um bókmenntir og tjá sig á viðeigandi máta
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gagnrýna og skilgreina bókmenntaverk í rituðu og töluðu máli
    • geta flutt vel uppbyggða frásögn, kynningu eða greinargerð
    • draga fram aðalatriði og rökstyðja mál sitt nokkuð nákvæmlega með dæmum og bregðast við spurningum
    • geta metið og aflað heimilda eftir mismunandi leiðum
    • sett fram mismunandi heimildir samkvæmt þeim reglum sem um það gilda
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.