Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1423826136.71

    Almenn upprifjun 1
    ENSK1OM03
    24
    enska
    Orðaforði, málfræði, málnotkun
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    AV
    Í þessum áfanga eru undirstöðuatriði í ensku rifjuð upp svo að nemandi geti tekist á við nám í faginu á framhaldsskólastigi. Unnið með markvissar málfræði- og orðaforðaæfingar. Áhersla er lögð á lestur texta, bæði einfalda bókmenntatexta og texta almenns eðlis. Skilningur á töluðu máli er þjálfaður með hlustun á rauntexta. Nemandinn er þjálfaður í að tjá sig með viðeigandi orðalagi um almenn efni á ensku. Ritun er þjálfuð með fjölbreyttum æfingum þar sem áhersla er lögð á að skrifa texta á skipulagðan hátt eftir viðeigandi reglum.
    Áfanginn er ætlaður nemendum sem ekki hafa lokið grunnskóla með fullnægjandi árangri að mati skólans.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu grunnreglum í enskri málfræði
    • algengustu orðum tungumálsins
    • almennum rauntextum og einföldum bókmenntatextum
    • almennu talmáli í samtölum, útvarpi og sjónvarpi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita grunnreglum enskrar málfræði í tali og ritun
    • skrifa stuttan samfelldan texta með viðeigandi uppsetningu
    • hlusta eftir upplýsingum, bæði í samtali sem og útvarps- eða sjónvarpsefni
    • geta fylgt eftir og tekið þátt í einföldum samræðum
    • tjá sig um almenn málefni með viðeigandi orðalagi, munnlega og skriflega
    • lesa almenna texta og einfalda bókmenntatexta
    • byggja upp og bæta við orðaforða sinn með mismunandi aðferðum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna á fjölbreyttan hátt með almenna rauntexta og einfalda bókmenntatexta
    • nýta orðaforða sinn á skýran og skilmerkilegan hátt í tal- og ritmáli
    • beita grunndvallaratriðum enskrar málfræði í tali og ritun
    • beita virkri hlustun, skilja inntak samræðna sem og útvarps- og sjónvarpsefnis
    • taka þátt í umræðum á ensku um það efni sem fjallað er um hverju sinni
    • sýna frumkvæði, sjálfstæði í upplýsingaöflun, úrvinnslu upplýsinga og uppsetningu verkefna sem tengjast áhugasviði
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.