Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1423826578.48

    Almenn upprifjun 2
    ENSK1LR04
    23
    enska
    lestur, ritun, tjáning og hlustun
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    AV
    Lesnir eru stuttir textar auk þess sem nemandinn er markvisst þjálfaður í hlustun. Lögð er áhersla á lestur texta og orðaforða úr daglega lífinu. Farið er í styttar skáldsögur og áhersla lögð á innihald textans. Farið er í grunnatriði þess að lesa milli lína og túlka texta. Notast er við hlustun í yfirferð hluta lestrarefnisins. Lögð eru fyrir stutt ritunarverkefni. Ritun er bæði tengd lesnum textum og reynslu úr daglegu lífi. Nemandinn er þjálfaður í samræðum og tjáningu á enskri tungu. Prófað er munnlega úr innihaldi styttri skáldsagna. Mikil áhersla er lögð á málfræði. Farið er yfir grunnþætti enskrar málfræði og hún tengd öðrum þáttum í kennslu eins og ritun og lestri texta.
    Þessi áfangi er ætlaður nemendum sem ekki hafa lokið grunnskóla með fullnægjandi árangri að mati skólans.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu málfræðiatriðum og orðflokkum
    • nýjum orðaforða
    • helstu málfræðiatriðum og geta notað þau á réttan hátt í mæltu og rituðu máli
    • notkun hjálpargagna, svo sem notkun stafrænna orðabóka og leiðréttingarforrita
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa og skilja einfalda texta, svo sem blaðagreinar, smásögur og styttar skáldsögur með það að markmiði að auka orðaforða sinn og afla upplýsinga
    • nota mismunandi aðferðir við að tileinka sér málfræðiatriði
    • skrifa stutta texta um málefni sem hann hefur kynnt sér
    • hlusta á enska tungu og skilja inntak efnisins
    • koma skoðunum sínum á framfæri munnlega
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lesa og skilja almenna, einfalda texta og greina frá þeim í aðalatriðum með munnlegum og skriflegum hætti
    • gera greinarmun á mismunandi málnotkun eftir aðstæðum og fylgja eftir og taka þátt í samræðum um efni sem farið hefur verið í
    • endursegja efni sem hann hefur lesið eða heyrt
    • beita mismunandi aðferðum og hjálpargögnum við ritun svo sem orðabækur og leiðréttingarforrit
    • skilja og geta greint frá aðalatriðum ýmiss konar texta og finna upplýsingar í texta til að svara einföldum spurningum
    • taka þátt í umræðum um ýmisleg málefni og taka tillit til skoðana annarra
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.