Í áfanganum er fjallað um félagsvísindi, hvað átt er við með því hugtaki og hvaða viðfangsefni falla þar undir. Einnig er fjallað um þær rannsóknaraðferðir sem beitt er innan félagsvísinda og skoðaðir kostir þeirra og gallar.
Meginviðfangsefni áfangans eru félagsmótun, viðmið, gildi og samfélagið, Sjálfið, sjálfsmynd okkar og eðli mannsins. Samskipti, fjölskyldan, hjúskapur og uppeldi. Trúarbrögð, atvinnuvegir og hagkerfi, stjórnmál, Alþingi og stjórnarskráin.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hvað átt er við með félagsvísindum og hvernig fræði þar eru stunduð.
helstu rannsóknaraðferðum félagsvísinda.
tengslum einstaklings og samfélags.
mótun einstaklingsins.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita helstu hugtökum félagsvísinda sem fjallað er um í áfanganum.
miðla þekkingu sinni á efnisþáttum áfangans í ræðu og riti.
framkvæmt einfalda rannsókn.
skrifa félagsvísindalegan texta.
nota APA-kerfið við meðferð heimilda.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
afla heimilda um viðfangsefni áfangans, greina þær og miðla.
útskýra helstu hugtök félagsvísinda og fjallað er um í áfanganum.
tengja viðfangsefni áfangans við sjálfan sig og samfélag sitt.
taka sjálfstæða og rökstudda afstöðu til viðfangsefna áfangans.