Í áfanganum er farið yfir sögu og þróun greinarinnar. Undirgreinar hennar kynntar. Fjallað er um helstu frumkvöðla og hugmyndir þeirra. Þrjú meginsjónarhorn félagsfræðinnar (samvirkni-, átaka- og samskiptasjónarhornið) eru kynnt ítarlega. Einnig er fjallað um ný sjónarmið í félagsfræðinni.
FÉLV2IF05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
sögu félagsfræðinnar og þróun.
hverjir teljast til frumkvöðla greinarinnar.
samvirkni-, átaka- og samskiptasjónarhorninu í félagsfræði.
sjónarmiðum sem komið hafa fram í seinni tíð.
undirgreinum félagsfræðinnar.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Beita meginsjónarhornunum þremur á samfélagsleg málefni.
geta notað helstu hugtök og hugmyndir frumkvöðla greinarinnar í ræðu og riti.
geta notað helstu hugtök og hugmyndir meginsjónarhorna félagsfræðinnar í ræðu og riti.
framkvæma einfalda rannsókn.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
afla sér heimilda um viðfangsefni áfangans, greina þær og miðla.
útskýra viðfangsefni áfangans með hliðsjón af samfélaginu.
taka rökstudda og sjálfstæða afstöðu til efnisþátta áfangans.
fjalla um sögu og þróun greinarinnar út frá samfélagsbreytingum.