Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1423829398.43

    Saga og sjónarhorn félagsfræðinnar
    FÉLA3SH05
    16
    félagsfræði
    Saga og sjónarhorn
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er farið yfir sögu og þróun greinarinnar. Undirgreinar hennar kynntar. Fjallað er um helstu frumkvöðla og hugmyndir þeirra. Þrjú meginsjónarhorn félagsfræðinnar (samvirkni-, átaka- og samskiptasjónarhornið) eru kynnt ítarlega. Einnig er fjallað um ný sjónarmið í félagsfræðinni.
    FÉLV2IF05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sögu félagsfræðinnar og þróun.
    • hverjir teljast til frumkvöðla greinarinnar.
    • samvirkni-, átaka- og samskiptasjónarhorninu í félagsfræði.
    • sjónarmiðum sem komið hafa fram í seinni tíð.
    • undirgreinum félagsfræðinnar.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Beita meginsjónarhornunum þremur á samfélagsleg málefni.
    • geta notað helstu hugtök og hugmyndir frumkvöðla greinarinnar í ræðu og riti.
    • geta notað helstu hugtök og hugmyndir meginsjónarhorna félagsfræðinnar í ræðu og riti.
    • framkvæma einfalda rannsókn.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • afla sér heimilda um viðfangsefni áfangans, greina þær og miðla.
    • útskýra viðfangsefni áfangans með hliðsjón af samfélaginu.
    • taka rökstudda og sjálfstæða afstöðu til efnisþátta áfangans.
    • fjalla um sögu og þróun greinarinnar út frá samfélagsbreytingum.