Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1423834246.82

    Upprifjunaráfangi í íslensku
    ÍSLE1LB04
    42
    íslenska
    bókmenntir, læsi, ritun, stafsetning
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    AV
    Í þessum áfanga verða helstu undirstöðuatriði stafsetningar og málfræði, ritunar og framsagnar rifjuð upp. Auk þess verður farið í helstu grunnhugtök í bragfræði, stílbrögðum og myndmáli ljóða. Unnið verður markvisst að því að bæta læsi nemenda í víðum skilningi, auka lesskilning og lestrarhraða með lestri ýmiss konar texta, m.a. skáldsögu. Ritun verður æfð með markvissum hætti og farið í undirstöðuatriði í byggingu ritsmíða. Nemendur verða þjálfaðir í að nýta sér hjálpargögn s.s. yfirlestrarforrit og orðabækur/tölvuorðabækur til að bæta og lagfæra eigin texta. Verkefni verða fjölbreytt og reyna á mismunandi hæfni nemenda, s.s. sköpunarhæfni. Nemendur vinna og kynna verkefni sín ýmist einir og/eða með öðrum.
    Áfanginn er ætlaður nemendum sem ekki hafa lokið grunnskóla með fullnægjandi árangri að mati skólans.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnhugtökum í stafsetningu
    • helstu reglum í tengslum við ritun
    • grunnhugtökum í bókmenntafræði
    • grunnhugtökum í ljóðagreiningu
    • grunnatriðum málfræðinnar
    • mikilvægum atriðum sem einkenna góða framsögn og umræður
    • notkun hjálpargagna
    • mikilvægi þess að geta heimilda
    • mikilvægi þess að búa að góðri lestrarfærni, t.d. góðum lestrarhraða, lesskilningi og úthaldi við lestur
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina dægurlagatexta og hefðbundin ljóð með tilliti til myndmáls, stílbragða og bragfræði
    • lesa sér til gagns og gamans skáld- og smásögur og greina inntak þeirra
    • skrifa mismunandi gerðir texta
    • tjá sig munnlega og skriflega
    • taka aðalatriði úr texta og átta sig á meginefni hans
    • beita viðeigandi hjálpargögnum við frágang ritsmíða
    • vinna fjölbreytt verkefni þar sem reynir m.a. á sköpun og frumkvæði
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • fjalla um inntak skáld- og smásagna
    • lesa og túlka texta þótt merkingin liggi ekki á yfirborðinu
    • greina einföld atriði í málfræði og stafsetningu
    • nýta sér helstu ritreglur til að bæta eigin ritfærni
    • auka leshraða og dýpka lesskilning sinn
    • kynna og ræða eigin efni og annarra
    • vinna skapandi verkefni, t.d. í tengslum við vinnu með texta
    • nota viðeigandi hjálpargögn við frágang eigin texta
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.