bókmenntasaga, stefnur í listum og menningu, valdir bókmenntatextar
Samþykkt af skóla
3
10
AV
Í áfanganum er fjallað um íslenskar bókmenntir og bókmenntasögu frá siðaskiptum til 21. aldar og tengsl þeirra við evrópskar bókmenntir. Stuttlega er farið yfir bókmenntir fyrri alda en megináherslan verður þó lögð á bókmenntir og bókmenntasögu 20. og 21. aldar, nýja strauma og stefnur og ólíkar birtingarmyndir bókmenntanna. Unnin verða ýmis konar valverkefni þar sem lögð verður rík áhersla á fjölbreyttar vinnuaðferðir, sjálfstæð vinnubrögð, skilvirka þekkingarleit, kunnáttu í meðferð og frágangi heimilda og skapandi hugsun og frumkvæði við úrvinnslu og skilaform verkefna.
10 einingar á 2. þrepi
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
íslenskri bókmenntasögu frá siðaskiptum til 21. aldar
helstu stefnum í bókmenntum frá siðaskiptum til 21. aldar og þeim heimspekistefnum, hugmyndafræði og viðhorfum til hlutverks bókmennta sem þar birtast
ýmsum lykilverkum íslenskra og evrópskra bókmennta frá áðurnefndum tímabilum
tengslum íslenskra bókmennta við evrópska menningu, bókmenntir og bókmenntastefnur
mismunandi birtingarformum bókmennta og lista
grunnhugtökum í bókmenntafræði og beitingu þeirra
notkun heimilda og hjálpargagna í tengslum við verkefnavinna
frágangi og skráningi heimilda
grundvallarreglum við byggingu og uppsetningu ritsmíða
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa bókmenntatexta frá siðaskiptum til dagsins í dag, sér til gagns og gamans
greina bókmenntatexta frá ýmsum tímum og fjalla um inntak þeirra
beita algengum stílbrögðum í tal- og ritmáli
skilja lykilhugtök og mismunandi sjónarmið
draga saman og nota á viðurkenndan og gagnrýninn hátt upplýsingar úr hvers kyns heimildum og meta áreiðanleika þeirra
rita heimildaritgerð þar sem beitt er gagnrýnni hugsun við úrvinnslu
tjá rökstudda afstöðu við ýmsar kringumstæður, útskýra sjónarmið og taka virkan þátt í málefnalegum umræðum til að komast að vel rökstuddri niðurstöðu
ganga frá heimildaverkefnum og -ritgerðum með viðurkenndum hætti
flytja af öryggi lýsingar og kynningar á verkefnum sínum, hver fyrir sig og með öðrum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skilja, greina og tengja saman bókmenntatexta frá ólíkum tímum
skrifa skýran, vel uppbyggðan og grípandi texta
taka þátt í málefnalegum umræðum, tjá afstöðu sína og efasemdir um efnið og komast að rökstuddri niðurstöðu
greina aðalatriði, beita gagnrýninni hugsun við lestur, túlkun og úrvinnslu krefjandi texta
átta sig á samfélagslegum skírskotunum, duldum boðskap og hugmyndum
flytja kynningar á verkefnum af öryggi
beita skýru, vönduðu og blæbrigðaríku máli í ræðu og riti
velja ritstíl eftir aðstæðum og viðtakendum
vinna skapandi verkefni í tengslum við námsefnið og sýna frumkvæði í verkefnavali og úrvinnslu
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.