Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1423838834.52

    Félagsleg málvísindi
    ÍSLE3TS05
    49
    íslenska
    málfar, samfélag, tjáskipti, tungumál
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    AV
    Í áfanganum er fjallað um áhrif félagslegra þátta á málfar, t.d. atvinnu, búsetu og kyn. Farið verður í ýmislegt sem tengist máltöku barna og tjáskiptum þeirra við fullorðna. Ýmsar nýlegar málfarsbreytingar kynntar og rannsakaðar. Jafnframt verður fjallað um sérstöðu mannsins þegar kemur að tjáskiptum almennt. Auk þess skoða nemendur hvort málsnið og málfar á netinu sé á einhvern hátt frábrugðið því sem gerist og gengur í raunheimum og hvaða áhrif samfélagsmiðlar hafa haft á tungumálið. Fjallað verður um það hvernig táknmál er uppbyggt og það tengt líkamstjáningu heyrandi fólks. Rætt verður um málstöðvar heilans og áhrif áfalla á þær. Nemendur kynna sér fræðilegar greinar sem tengjast efninu og vinna einnig margvíslegar málfarsrannsóknir. Áhersla lögð á sjálfstæð vinnubrögð og viðurkenndar rannsóknaraðferðir, viðeigandi meðferð og frágang heimilda. Verkefni eru fjölbreytt og reyna á frumkvæði, víðsýni og gagnrýna hugsun. Nemendur kynna verkefni, bæði einir og með öðrum.
    10 einingar á 2. þrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • máltöku barna
    • sérstöðu mannsins þegar kemur að tungumáli
    • félagslegum þáttum sem geta haft áhrif á málfar fólks
    • mismunandi mállýskum, bæði staðbundnum og stéttbundnum
    • áhrifum samfélagsmiðla og annarrar nútímatækni á þróun tungumáls
    • margvíslegum tjáskiptum, yrtum sem óyrtum
    • heimildanotkun í tengslum við verkefnavinnu og gildi mismunandi heimilda
    • orðaforða sem nægir til að skilja íslenskt nútímamál í ræðu og riti
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna mismunandi málfarsathuganir
    • beita viðurkenndum rannsóknaraðferðum
    • greina ýmis félagsleg einkenni tungumáls
    • aðgreina raunverulegt og tilbúið málumhverfi
    • skilja lykilhugtök og mismunandi sjónarhorn
    • nota málfræðihugtök tengd efninu
    • beita algengum stílbrögðum í tal- og ritmáli
    • draga saman og nýta á viðurkenndan og gagnrýninn hátt upplýsingar úr hvers kyns heimildum og meta áreiðanleika þeirra
    • ganga frá heimildaverkefnum og nýta sér uppbyggilega gagnrýni annarra til betrumbóta
    • flytja af öryggi lýsingar og kynningar á verkefnum sínum, hver fyrir sig og með öðrum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • átta sig á áhrifum félagslegra þátta á tungumál og samskipti
    • leggja mat á og efla eigin málfærni og annarra, t.d. með því að nýta málfræðiupplýsingar og þekkingu sína á íslenska málkerfinu
    • skilja hvernig og hvers vegna tungumál þróast
    • skrifa skýran, vel uppbyggðan og grípandi texta
    • taka þátt í málefnalegum umræðum, tjá afstöðu sína og efasemdir um efnið og komast að rökstuddri niðurstöðu
    • draga saman aðalatriði, beita gagnrýninni hugsun við lestur, túlkun og úrvinnslu krefjandi texta
    • beita skýru, vönduðu og blæbrigðaríku máli í ræðu og riti
    • velja ritstíl eftir aðstæðum og viðtakendum
    • nýta sér heimildir af ýmsum toga í tengslum við námsefni og verkefnavinnu
    • vinna skapandi verkefni í tengslum við námsefnið
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.