Kynnt eru jarðfræði og umhverfisvísindi þar sem lögð er áhersla á að skilja jörðina sem kerfi samsett úr ólíkum hvelum og víxlverkanir þeirra á milli. Áhersla er lögð á umhverfisfræðslu með eðlisfræðilegri nálgun á viðfangefnið. Fjallað verður um myndun hagnýtra jarðefna og vandamál sem tengjast vinnslu þeirra.
Nemendur vinna verkefni, sjálfstætt og í hópum þar sem lögð eru fyrir vísindaleg gögn. Unnið er með heimildir á neti, í tímaritum og fræðiritum. Niðurstöður úr verkefnavinnu eru kynntar í stuttum fyrirlestrum og skýrslum.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hugtökunum berghvel, vatnshvel, lífhvel og lofhjúpur
ýmsum ferlum sem stjórna því umhverfi sem mótast hefur á jörðinni og öðrum plánetum
þeim rannsóknum sem eru stundaðar af háskólum og alþjóðlegum stofnunum
óratíma jarðsögunnar (e. deep time)
• áhrifum afstöðu sólar og pláneta
• áhrifum mannsins á hnattrænar breytingar
heimsmynd jarðfræðinnar í ljósi flekakenningarinnar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa í umhverfi sitt út frá helstu hringrásum í náttúrunni
setja upp, lesa og túlka flókin gögn úr töflum og á myndrænu formi
nota gögn og heimildir úr þekktum vísindatímaritum í raunvísindum
setja fram og túlka kort og gröf
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
gera sér grein fyrir samhengi í náttúrunni út frá þeim ferlum sem stýra umhverfinu á jörðinni og öðrum plánetum
meta á gagnrýninn hátt og taka rökstuddar ákvarðanir er varða umgengni í náttúrunni í tengslum við mannlegar athafnir
geta á sjálfstæðan hátt aflað sér upplýsinga um náttúruvísindalegt efni og metið á gagnrýninn hátt
beita þekkingu sinni til að skilja upplýsingar um raunvísindi sem koma fram í fjölmiðlum og daglegri umfjöllun
meta áhrif mannsins á umhverfi sitt í hnattrænu samhengi
gera sér grein fyrir mun á skammtíma- og langtímabreytingum í stjarnfræðilegu samhengi