Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424083616.66

    Upplýsingatækni
    MARG1MV03
    2
    margmiðlun
    grafísk uppsetning, myndvinnsla, vektorteikning
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    AV
    Í áfanganum fær nemandinn að kynnast ýmsum hliðum upplýsingatækninnar. Farið verður yfir grunnatriði í tölvumálum og reglur sem gilda í tölvusamskiptum og í umgengni við tölvukerfi skólans. Áhersla er lögð á að nemandinn læri grunnatriði í myndvinnslu, vektorteikningu og grafískri uppsetningu. Auk þess fær hann kynningu á verkfærum sem liggja á vefnum sem notast má við til að búa til kynningar, geyma hugmyndavinnu, búa til einfaldar heimasíður, deila eigin sköpun o.fl.
    engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnatriðum myndvinnslu og forritum henni tengdri
    • grunnatriðum vektorteikningar og forritum henni tengdri
    • grunnatriðum grafískrar uppsetningar og forritum henni tengdri
    • hvernig hægt er að nýta ýmis frí kerfi á vefnum í samhengi við nám sitt, sköpun og framsetningu á eigin verkum
    • samspili mynda og texta í grafískri vinnu
    • hvernig hægt er að nota liti og form á táknrænan hátt
    • mismunandi skráarendingum (.svg, .pdf, .jpeg , o.fl.)
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með myndvinnslu-, teikni- og uppsetningarforrit
    • vinna með fjölbreytt aðföng
    • miðla eigin hugmyndum og sköpun á skipulagðan hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • meta hvernig best sé að vista gögn með viðeigandi skráarendingu og geyma rafrænt
    • meta hvort myndefni sé vinnanlegt
    • vinna sjálfstætt með möguleika myndvinnsluforrita, vektorteikningar og grafískar uppsetningar
    • rökstyðja val á verkfærum og verkferlum í myndvinnslu, vektorteikningu og grafískri uppsetningu
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.