Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424086162.51

    Litun og þrykk
    HÖTE2ET10
    4
    Hönnun og textíll
    Garn- og efnislitun, möppugerð, prufuvinna, tauþrykk
    Samþykkt af skóla
    2
    10
    AV
    Farið er í meðhöndlun og blöndun lita fyrir mismunandi vefjarefni og garn. Nemandinn lærir aðferðir við blöndun og notkun lita og hjálparefna sem notuð eru við að mála og þrykkja lit á efni. Einnig lærir nemandinn að tileinka sér þær með tilraunum og prufuvinnu. Lögð er áhersla á fagleg, frumleg og sjálfstæð vinnubrögð. Nemandinn skilar góðri hugmynda- og prufu- möppu með greinagóðum og upplýsandi texta ásamt dagbók/greinargerð yfir vinnu sína í áfanganum. Hann vinnur síðan efni/lokaverkefni þar sem hann sýnir fram á notkun þess í tengslum við aðra áfanga.
    HÖTE2HU05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi þrykk og litunaraðferðum
    • mismunandi hjálparefnum fyrir litun og þrykk
    • mismunandi tækjum og tólum sem tilheyra litun og þrykki
    • fagtungumáli og þeim hugtökum sem notuð eru
    • þeim mun sem er á tengdu og ótengdu símunstri og hvernig þau eru sett upp fyrir þrykk
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota forrit/tölvutækni til að teikna og vinna munstur fyrir þrykk
    • vinna hugmynd að útfærslu á hönnun á efni í tengslum við hráefni og aðferð
    • vinna með form, liti og áferðir
    • þrykkja og lita mismunandi efni
    • velja aðferð og liti sem henta hverju sinni út frá tegund efna
    • þrykkja tengd og/eða ótengd símunstur
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • öðlast verkkunnáttu til að leysa af hendi mismunandi aðferðir í litun og tauþrykki
    • öðlast sjálfstraust til að útfæra og túlka hugmyndir og verkefni undir leiðsögn kennara
    • miðla með myndrænni framsetningu eigin hugmyndum ásamt möppu með prufum af lituðum og þrykktum efnum
    • gera sér grein fyrir styrk sínum og nýta sér hann í verkefnavali, undir leiðsögn kennara
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.