Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424087310.32

    Tískuteikning
    HÖTE2TT03
    1
    Hönnun og textíll
    hugmynda- og skissuvinna, tískuteikning
    Samþykkt af skóla
    2
    3
    AV
    Í áfanganum lærir nemandinn undirstöðuatriðin í tískuteikningu. Lögð er áhersla á æfingar fyrir hlutföll, jafnvægi, hreyfingu og stöðu líkamans. Helstu teikniáhöld, litir og pappír er notað og litasamsetningar rannsakaðar. Unnið er með skyggingu og áferðarteikningu í fatnaði svo nemendur geti skapað dýpt í teikningar sínar. Einnig eru könnuð mismunandi og fjölbreytt stílbrigði við frágang teikninga, auk þess verða flatar vinnuteikningar líka kynntar til sögunnar. Hugmynda- og skissuvinna er unnin á fjölbreyttan hátt þar sem listrænn þáttur tískuteikningar er skoðaður og nemandinn hvattur til að gera tilraunir og þróa sig í átt að persónulegri túlkun og stíliseringu á teikningum sínum. Farið í frágang og uppsetningu verkefna í ferilmöppu til kynningar í lok áfangans.
    MYNL2MA05, HÖTE2HU05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • notkun teikniáhalda á fjölbreyttan hátt og mismunandi eiginleikum lita og pappírs
    • hlutföllum, hreyfingu og stöðu tískugínanna
    • mismunandi áferð og efniseiginleikum textíls í teikningu
    • aðferðum til að ná fram áferð og skyggingu
    • munstri og munsturgerð
    • flötum vinnuteikningum
    • skissuvinnu sem hluta af hugmyndavinnu
    • íslenskum og erlendum tískuteiknurum og hönnuðum
    • mikilvægi stöðugrar æfingar til að ná framförum í teikningu
    • mikilvægi á framsetningu og uppsetningu ferilmöppu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota ýmis teikniáhöld, liti og pappír á fjölbreyttan hátt
    • teikna tískugínur á fjölbreyttan og óhefðbundinn hátt
    • beita aðferðum til að ná fram skyggingu, áferð og efniseiginleikum
    • teikna flatar vinnuteikningar
    • vinna hugmyndavinnu og skissur út frá þema
    • útbúa hugmynda- eða þemaspjöld
    • kynna verk sín fyrir öðrum
    • skoða og kynna sér verk eftir íslenska og erlenda hönnuði og tískuteiknara
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta teiknað fjölbreyttar tískuteikningar
    • nýta sér mismunandi aðferðir til að þróa með sér persónulegan stíl
    • setja hugmyndir sínar og teikningar upp á fjölbreyttan og skapandi hátt
    • vinna með hugmyndir, þema og skissur í tískuhönnun
    • setja fram hugmyndir og hönnun til kynningar
    • setja fram hugmyndir og ganga frá verkefnum í ferilmöppu
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.