Í áfanganum fær nemandinn innsýn í textíl-, búninga- og hönnunarsögu mannsins frá upphafi fram á okkar daga. Nemandinn fær einnig innsýn í verkmenningu mannsins í ólíkum menningarsamfélögum frá tímum pýramídanna og fram á 21. öldina. Lögð er áhersla á að hann geri sér grein fyrir hvaða áhrif gróður og veðurfar hefur á gerð bygginga, fatnaðar og annarra hluta sem ætlaðir eru til almennra nota í manngerðu umhverfi. Nemandinn greinir helstu tímabil, menningu, áhersluþætti og efnisnotkun. Kennsluhættir áfangans byggja á því að nemandinn sé virkur, sjálfstæður og skapandi í þekkingarleit, upplýsingaöflun og fremsetningu verkefna og hugmyndabókar.
LISA2RA05, HÖTE2ET10, HÖTE2FA06, HÖTE2VE06
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
því hvernig hönnun hverskonar er nátengd félagslegum veruleika á hverjum stað á hverjum tíma
textíl-, búninga- og hönnunarsögu
helstu hugtökum og aðferðum í textíl s.s. tauþrykki, vefnaði, myndvefnaði, prjóni, fatasaumi,útsaumi og frjálsum textíl
fagurfræðilegu, siðferðilegu og samfélagslegu hlutverki hönnuða, handverksfólks og listamanna
samfélagslegu og alþjóðlegu samhengi og tækniþróun í textíl-, búninga- og hönnunarsögu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota ímyndunarafl, innsæi og tilfinningar við þekkingarleit, gagnasöfnun og framsetningu verkefna
beita frumkvæði og skapandi nálgun í verkefna-, heimilda- og dagbókarvinnu í meginviðfangsefnum áfangans
tjá sig á skýran, ábyrgan, fjölbreyttan, gagnrýninn og skapandi hátt um eigin verkefni hvort sem þau eru skrifleg eða verkleg
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
sýna áræðni í framsetningu og túlkun verkefna
taka þátt í verkefnavinnu, bæði skriflegri og verklegri, með sameiginlegt markmið hópsins að leiðarljósi
kynna verkefni og setja fram niðurstöður sínar á fjölbreyttan hátt
fjalla um verkefni sín í textíl-, búninga- og hönnunarsögu - skrifleg, verkleg eða unnin í nýmiðlum og staðsetja þau í samfélagslegu, menningarlegu og sögulegu samhengi
skilja hvaða áhrif veðurfar, stjórnmál, tækniframfarir og tíska hefur á manninn
miðla kunnáttu sinni á fjölbreytilegan hátt: munnlega, skriflega, verklega og/eða með nýmiðlum
skilja hvaða áhrif gróður og veðurfar hefur á gerð textílefna, fatnaðar, bygginga og annarra hluta sem ætlaðir eru til almennra nota í manngerðu umhverfi
rökstyðja samfélagslegt, menningarlegt og efnahagslegt gildi textíls og textíllistar, búninga- og fatahönnunar og hönnunar hverskonar
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.