Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424096687.84

    Ferilmöppugerð
    HÖTE3FM02
    5
    Hönnun og textíll
    ferilmappa, ljósmyndun, skráning, uppsetning
    Samþykkt af skóla
    3
    2
    AV
    Áfanginn er ætlaður nemanda sem vinnur að ferilmöppu/portfolio vegna umsóknar um framhaldsnám í hönnunar- og/eða listaskólum á háskólastigi. Nemandinn kynnist mismunandi leiðum sem nota má í framsetningu með það að leiðarljósi að kynna sjálfan sig og verk sín. Ætlast er til að hann geti rætt um verk sín og rökstutt efnisval og uppbyggingu eigin ferilmöppu. Nemandinn tekur áfangann samhliða lokaverkefnisáfanga.
    Nemandinn þarf að jafnað að hafa lokið öllum textíl- og myndlistaráföngum á sínu kjörsviði.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • faggreinum á sínu kjörsviði m.t.t. uppbyggingar, aðferða, hugtaka, sérkenna og sögu
    • vinnuumhverfi, tækjum og áhöldum sinnar listgreinar og notkunarmöguleikum þeirra við gerð ferilmöppu
    • kostum ferilmöppu sem yfirlits um eigin verk, framþróun og sköpun
    • mikilvægi ferilmöppunnar við undibúning og inntöku í listnám á háskólastigi
    • eigin sérkennum, styrkleikum og veikleikum og hvernig megi nýta þá til kynningar á eigin verkum
    • samhengi eigin verka í samfélagslegu og alþjóðlegu tilliti
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota ímyndunarafl, innsæi og  skapandi nálgun við framsetningu eigin verka
    • beita mismunandi miðlunarleiðum með tilliti til verkefna og aðstæðna hverju sinni
    • setja fram og skipuleggja innihald ferilmöppu þannig að sérkenni og styrkleikar nemandans séu ljósir
    • meta listrænan styrk sinn og komið auga á hagnýtingu menntunar sinnar
    • tjá sig á skýran, ábyrgan, gagnrýninn og skapandi hátt um eigin verkefni/verkefnaval og listrænar niðurstöður
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • meta eigin verk og annarra m.t.t. hvort megi nýta þau til kynningar
    • þróa hugmyndir og sýna áræðni við útfærslu þeirra og túlkun
    • greina fagurfræðilegt, siðferðilegt og samfélagslegt hlutverk verka sinna
    • fjalla um verk sín og annarra, listgrein sína og sköpun/túlkun og staðsett hana í menningarlegu og listsögulegu samhengi á faglegan hátt
    • meta listrænan styrk sinn og komið auga á hagnýtingu menntunar sinnar
    • miðla þekkingu sinni á fjölbreytilegan hátt og geta sett fram í ferilmöppu af faglegri ígrundun
    • sýna frumkvæði og skapandi nálgun í vali á eigin verkefnum og beita viðeigandi aðferðum við útfærslu
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.