Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424100355.91

    Rekstrarhagfræði
    HAGF2RÁ05
    9
    hagfræði
    efnahagur, rekstur fyrirtækja, áætlanagerð
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    AV
    Fjallað er um rekstur fyrirtækja á Íslandi og rekstrarumhverfi þeirra. Farið er í grunnatriði hagfræðinnar sem varða nýtingu framleiðsluþáttanna og skilgreiningar mismunandi efnahagsheilda. Nemendur kynnast ýmsum aðferðum við flokkun fyrirtækja og kynna sér mismunandi rekstrarform. Farið er yfir helstu þætti er varða innra skipulag og ytri aðstæður fyrirtækja. Kynntar eru aðferðir við gerð framleiðsluferla, framleiðsluútreikninga, gerð rekstraráætlana, framlegðarútreikninga og arðsemisútreikninga. Fjallað er um markaðssetningu og stefnumótun. Áhersla er á að nemandinn tileinki sér gagnrýna hugsun og sjálfstæð vinnubrögð.
    engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • viðskiptaumhverfi fyrirtækja á Íslandi
    • flokkun fyrirtækja eftir atvinnugreinum og rekstrarformum
    • umhverfi og starfsgrundvelli fyrirtækja
    • aðferðum sem notaðar eru í innra skipulagi fyrirtækja og framleiðslu
    • hugtökum í fjárhagslegum rekstri fyrirtækja, kostnaðargreiningu og gerð rekstraráætlana
    • grundvallarþáttum sem varða markaðssetningu
    • grundvallarþáttum sem varða stefnumótun
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • flokka fyrirtæki með hliðsjón af helstu einkennum þeirra
    • lýsa framleiðslukerfum með flæðiriti og reikna út afkastagetu
    • gera rekstraráætlanir með heildaraðferð og framlegðaraðferð
    • reikna eigið verð vöru og hagkvæmustu framleiðslusamsetningu
    • reikna út arðsemi fjárfestinga
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nýta aðferðir rekstrarhagfræðinnar við rekstur og framleiðslu fyrirtækja
    • átta sig á þeim þáttum sem skipta mestu máli við stofnun og rekstur fyrirtækja
    • útskýra framleiðsluútreikninga og geta tekið ákvarðanir um framleiðslu byggðar á þeim
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.