Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424100591.67

    Þjóðhagfræði
    HAGF2ÞE05
    10
    hagfræði
    efnahagsþróun, hagkerfi, verðmyndun, þjóðhagsreikningar
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    AV
    Í áfangum eru grunnhugtök og meginviðfangsefni hagfræðinnar kynnt ásamt því að fjallað er um grunneiningar hagkerfisins og samspil þeirra í markaðsþjóðfélagi. Fjallað er um markaði og verðmyndun. Hringrás efnahagslífsins er útskýrð og fjallað um þjóðhagsreikninga og helstu hagstærðir þjóðarbúsins og innbyrðis tengsl þeirra. Meginþættir í efnahagsþróun eru teknir fyrir og hagræn vandamál skoðuð með dæmum úr íslensku efnahagslífi. Kynnt er margvísleg framsetning á hagfræðilegu efni. Nemandinn fær þjálfun í að lesa úr línuritum og innsýn í notkun vísitalna, hlutfallareiknings, vegins meðaltals og fleiri algengra aðferða við vinnslu á hagfræðilegum upplýsingum. Áhersla er lögð á að nemandinn geti hagnýtt sér Netið til öflunar hagfræðilegra upplýsinga.
    engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu einkennum markaðshagkerfis og blandaðs hagkerfis
    • grunneiningum hagkerfisins og meginhlutverkum þeirra
    • lögmálum markaðarins og verðmyndun
    • hringrás opins, blandaðs hagkerfis
    • umsvifum hins opinbera í efnahagslífinu og aðferðum til fjármögnunar þeirra
    • helstu aðilum á peningamarkaði og hlutverkum seðlabanka
    • helstu ákvörðunarþáttum utanríkisviðskipta s.s. kenningum um hlutfallslega og hreina hagkvæmni
    • helstu áhrifaþáttum nafngengis gjaldmiðla og tilhögun við skráningu á gengi íslensku krónunnar
    • hugtakinu hagvöxtur, helstu ákvörðunarþáttum hans og vanda við mat á honum m.a. með tilliti til umhverfisvandamála
    • helstu vandamálum í efnahagslífinu s.s verðbólgu, atvinnuleysi og erlendri skuldasöfnun
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • setja upp líkan fyrir markað
    • reikna út markaðsjafnvægi og verðteygni eftirspurnar
    • setja upp efnahagshringrás fyrir opið og blandað hagkerfi
    • reikna út helstu þjóðhagsstærðir
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • átta sig á samhengi hlutanna í hagkerfinu og efnahagsþróuninni
    • leggja sjálfstætt mat á upplýsingar sem fram koma í umræðu um efnahagsmál
    • taka þátt í umræðu um efnahagsmál
    • afla sér upplýsinga um helstu hagstærðir og ástand efnahagsmála
    • tengja undirstöðuþekkingu í þjóðhagfræði við þróun efnahagsmála
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.