Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424101144.96

    Verslunarreikningur
    VIÐS1AV04
    2
    Viðskiptagrein
    almennur verslunarreikningur, vaxtareikningur
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    AV
    Almennur verslunarreikningur sem felst í uppsetningum á jöfnum, skiptireikningi, hlutfallareikningi. Þá er prósentureikningur og vaxtareikningur megin viðfangsefni áfangans. Einnig er farið í gengi gjaldmiðla og greiðslur af lánum með jöfnum afborgunum. Nemandinn fær æfingu í notkun reiknivéla og töflureiknis og lærir hagnýtar reikniaðgerðir.
    engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • reiknivélinni og möguleikum hennar
    • töflureikni og notagildi hans
    • jöfnureikningi
    • hlutföllum og skiptireikningi
    • almennum verslunar-, prósentu- og vaxtareikningi
    • gengi gjaldmiðla og verði á gjaldeyri
    • útreikningi á vöxtum og afborgunum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota reiknivélar og töflureikni
    • leysa jöfnur með einni óþekktri stærð
    • reikna út hluti, hlutföll, einingaskipti og prósentur
    • reikna út innkaupsverð og söluverð, álagningu, afslátt og virðisaukaskatt
    • reikna út vaxtaupphæð, höfuðstól og vaxtaprósentu
    • reikna út breytingar á gengi og verði gjaldmiðla
    • reikna út vexti og afborganir einföldustu gerða skuldabréfa
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • annast útreikninga sem varða fjármál heimilisins
    • annast einfalda útreikninga sem varða fjármál fyrirtækja
    • meta hagkvæmni lána
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.