Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424101650.6

    Fjármál
    STÆF2JG05(AV)
    4
    Stærðfræði
    arðsemi, gengi, jafngreiðsluraðir, vaxtareikningur
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    AV
    Farið í gegnum helstu hugtök sem varða fjármál og fjármálalæsi. Nokkuð fjallað um helstu tegundir verðbréfa og verðbréfamarkaði. Hugtökin nafnvextir, forvextir, raunvextir, fórnarvextir og virkir vextir kynnt og formúlur til að reikna viðkomandi stærðir. Farið er í núvirði og framtíðarvirði, jafngreiðsluraðir og jafngreiðslulán. Aðferðir við verðtryggingu útskýrðar. Fjallað um gengi verðbréfa og afföll og gengisútreikninga á erlendum gjaldmiðlum. Útreikningar með vasareikni og töflureikni æfðir.
    5 einingar í stærðfræði á 2. þrepi með áherslu á algebru
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu vaxtahugtökum
    • helstu greiðsluformum skuldabréfa (s.s. víxlar, jafngreiðslur og jafnar afborganir)
    • vísitölum og aðferðum við verðtryggingu
    • jafngreiðsluröðum
    • gengi og verði gjaldmiðla
    • kaupverði, gengi og afföllum einföldustu gerða skuldabréfa
    • arðsemisútreikningum
    • innri vöxtum
    • kennitölum hlutabréfa
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • reikna út vaxtaupphæð, framtíðarvirði höfuðstóls, núvirði höfuðstóls, vaxtaprósentu og tíma
    • reikna út greiðslur af helstu gerðum skuldabréfa, verðtryggðum og óverðtryggðum
    • reikna út greiðslur, núvirði og framtíðarvirði jafngreiðsluraða
    • reikna út ávöxtun og raunvexti
    • reikna út breytingar á gengi og verði gjaldmiðla
    • reikna út kaupverð, gengi og afföll einföldustu gerða skuldabréfa
    • reikna út hagkvæmustu fjárfestingavalkosti/tilboð með hjálp núvirðisreiknings
    • reikna út innri vexti
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • annast útreikninga og gera áætlanir sem varða fjármál heimilisins
    • annast útreikninga og gera áætlanir sem varða fjármál minni fyrirtækja
    • leggja grunn að frekara námi á sviði stærðfræði í tengslum við fjármál
    • nýta hugbúnað við útreikninga á sviði fjármála
    • meta ólíka lánakosti
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.