Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424200570.47

    Spænska 2
    SPÆN1TM05
    23
    spænska
    a2, tungumál og menning
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Byggt er markvisst á þeirri kunnáttu sem nemendur hafa nú þegar tileinkað sér í grunnáfanga. Unnið er í samræmi við þrep A2 í evrópska tungumálarammanum. Meginmarkmið er að auka og bæta orðaforða og tjáningar hæfni og ritað mál almenns eðlis. Nemendur kynnist frekar menningu spænskumælandi landa. Áhersla er lögð á aukin orðaforða og lesskilning. Til þess að þjálfa þessi atriði er meðal annars tekið mið af eftirfarandi: matvæli og heilsa, matur og drykkur, verslun, smáauglýsingar og húsnæði.
    SPÆN1AG05 (Spænska 1)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • orðaforða sem nauðsynlegur er til að ná leikni- og hæfnimarkmiðum áfangans
    • grundvallarþáttum spænsks málkerfis: framburð, áherslu og einfaldri setningaskipan
    • orðaforða og atriðum er varða: matvæli og heilsa, matur og drykkur, verslun, smáauglýsingar og húsnæði
    • menningu í spænskumælandi löndum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja frásagnir og umræður um kunnugleg efni þegar talað er hægt og skýrt
    • taka þátt í samræðum um afmörkuð undirbúin efni og um efni sem hann þekkir
    • miðla upplýsingum um málefni sem hann hefur kynnt sér
    • skrifa fremur stutta samfellda texta svo sem samantektir, endursagnir og frásagnir af eigin reynslu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • meðtaka daglegt mál. s.s. samræður og fjölmiðlaefni ef hann þekkir til efnisins og talað er skýrt
    • tjá skoðun sína á lesnum texta
    • ræða við aðra af nokkru öryggi um efni sem hann þekkir vel
    • miðla upplýsingum um undirbúið efni í ræðu og riti
    • leysa úr viðfangsefnum enn eða í samstarfi við aðra og beita til þess veiðeigandi mál- og samskiptavenjum
    • hagnýta á mismunandi hátt efni ritaðra texta af ýmsum toga í verkefnum
    Fjölbreytt námsmat endurspeglar markmið áfangans í öllum færniþáttum. Símat sem byggist á ýmsum munnlegum og skriflegum verkefnum sem unnin eru yfir önnina. Síðari hluti námsmats er í formi lokaprófs í lesskilningi, ritun og málfræði.