Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424201572.34

    Spænska 3
    SPÆN1AV05
    24
    spænska
    evrópski tungumálaramminn, stig a2, viðbót
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Nemendur öðlast leikni í að segja frá liðnum atburðum í þátíð og að endursegja lengri texta. Þeir lesa létta bókmennta- og nytjatexta og vinna verkefni, þýðingar og endursagnir úr þeim. Mikil áhersla er lögð á tileinkun orðaforða með notkun orðabóka og tölvu (Google translate) og talæfingar. Samskiptahæfni nemenda er þjálfuð markvisst. Nemendur eru hvattir til að hafa samband við kennara á spænsku, s.s. skilaboð í tölvupósti. Í auknum mæli eru unnin sjálfstæð skapandi verkefni í tölvunni þar sem við hvert verkefni er lögð áhersla á eitt sérstakt atriði í málfræði og málnotkun, s.s. þúun-þérun, rétta þátíð, tilvísunarorð- spurnarorð.
    Spænska 2
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • framburðarreglum
    • orðaforða í kennslubók og nytjatextum
    • notkun tíða og greinarmun á atburðum og ástandi
    • ákveðinni og ófullkominni þátíð, núliðinni tíð, þáliðinni tíð og framtíð
    • fornöfnum í öllum aukaföllum
    • algengustu orðasamböndum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • taka þátt í undirbúnu samtali um kunnugleg málefni, áhugamál sín, fjölskyldu, nágranna og vini, ferðalög og vinnu
    • ná megininnihaldi í samtali þriggja til fjögurra einstaklinga
    • endursegja og að tjá sig um skoðanir sínar
    • útskýra algenga og þekkta hluti
    • segja frá atburðum og innihaldi léttra og einfaldra texta
    • vinna með málfræði, stíl og orðaforða
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • bjarga sér á spænskumælandi svæði, til dæmis með því að:
    • spyrja og segja til vegar,
    • panta mat og drykk,
    • bóka hótelherbergi,
    • reikna og skila upphæð sem þarf að borga,
    • hafa samband við lækni eða lögreglu í neyðartilfelli
    Framfarir nemenda eru stöðugt metnar og tekið er tillit til allra færniþátta. Öll sérverkefni og ritgerðir eru sérstaklega metnar. Námsmati mæti til dæmis haga þannig að 50% sé frammistaða yfir önnina og 50% sé próf í annarlok.