Markmið áfangans er að hafa uppbyggjandi áhrif á líkamlega og andlega heilsu nemenda sem og félagslega líðan þeirra . Kennslan byggist á því að styrkja sjálfsmynd nemanda og auka vellíðan þeirra með iðkun íþrótta og þátttöku í fjölbreyttri náttúrutengdri líkamsrækt. Markmiðið er að nemendur upplifi hreyfingu á jákvæðan hátt og séu tilbúnir að gera hana að föstum lið í heilsusamlegum lífsstíl sínum til frambúðar. Markmiðin skal aðlaga að almennu skólastarfi og mögulega má meta hreyfingu nemenda sem ganga, skokka eða hjóla til og frá skóla sem einn liðinn í því að ná markmiðum áfangans. Farið verður í stuttar fjölbreyttar gönguferðir í nærumhverfi skólans þar sem álagið stjórnast m.a. af því landslagi sem farið er um, sem og af líkamlegri getu hvers og eins. Inn í gönguferðirnar verður fléttað styrkjandi og liðkandi æfingum sem og þolaukandi æfingum þar sem nemendur byggja á þeirri þekkingu og þeim grunni sem þeir hafa þegar byggt upp í grunnáföngum. Stefnt er að því að nemendur fræðist um líkamsrækt, heilsuvernd og næringu og læri leiðir til að rækta líkama sinn á fjölbreyttan hátt sér til heilsubótar og ánægju fyrir lífstíð. Nemendur setja upp einstaklingsmiðaða æfingaáætlun í upphafi náms í áfanganum í samráði við kennara. Nemendur vinna samkvæmt áætluninni tvisvar til þrisvar sinnum í viku auk þess að mæta í skólatímana. Á meðan nemendur stunda nám í áfangaum skulu þeir færa æfingadagbók sem þeir skila til kennara í lok annar.
ÍÞRÓ1UÞ02, ÍÞRÓ1SS02
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
gildi útivistar og hreyfingar fyrir heilsu og líðan
almennum klæðnaði og öðrum nausynlegum útbúnaði til styttri og lengri gönguferða
verkefnum sem snúa að gerð eigin æfingaáætlunar
samtengingu næringar og hreyfingar við stjórnun líkamsþyngdar
öflun og framsetningu upplýsinga af netinu og geta nýtt sér þær til eigin nota
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skipuleggja og taka þátt í gönguferðum í nærumhverfi
geta notað tæki til greiningar á líkamlegu álagi, s.s. púlsklukku
útbúa sig eftir aðstæðum og að klæða sig eftir veðri
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
stunda göngu sér til heilsubótar og ánægju
vinna eftir eigin æfingaáætlun með ákveðin markmið í huga
miðla þekkingu sinni um heilsusamleg áhrif hreyfingar til annara á jákvæðan og uppbyggilegan hátt
vera meðvitaður um umhverfi sitt og læra að njóta þess
Námsmat byggir á ástundun, verkefnavinnu ( æfingaáætlun, æfingadagbók og fl. ) og framförum nemenda.