Í áfanganum er nemandinn látinn glíma við siðferðisleg álitamál þar sem taka þarf tillit til ólíkra sjónarmiða. Nemandinn er þjálfaður í að færa málefnaleg rök fyrir skoðun sinni um leið og hann sýnir öðrum sjónarmiðum umburðarlyndi. Tekin eru til umfjöllunar hitamál líðandi stundar og málefni daglegs lífs.
Fjallað er um rétt allra manna til mannsæmandi lífs og hvað hver og einn getur gert til að stuðla að auknum mannréttindum í heiminum. Staðan tekin á stöðu mannréttindamála hverju sinni.
3 fein í lífsleikni á 1. þrepi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mikilvægi þess að taka tillit til ólikra sjónarmiða í lýðræðisþjóðfélagi.
mikilvægi þess að rök fyrir ólíkum skoðunum séu málefnaleg en ekki í formi sleggjudóma.
stöðu mannréttinda um heim allan.
mikilvægi þess að mannréttindi allra hópa séu virt og tryggð.
hvernig nota má þær samskiptaaðferðir sem þjálfaðar eru til að takast á um málefni líðandi stundar.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita málefnalegum röksemdum.
taka tillit til ólíkra sjónarmiða þó hann sé þeim ekki sammála.
ræða um siðferðisleg álitamál með virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum.
sýna þeim sem eru á öndverðum meiði umburðarlyndi.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
afla sér upplýsinga um mannréttindamál.
taka siðferðislega afstöðu til stöðu mannréttindamála í heiminum og þeirra mannréttindabrota sem framin eru víðs vegar um heiminn.
rökræða um siðferðisleg álitamál af umburðarlyndi fyrir ólíkum skoðunum og virðingu fyrir viðmælendum sínum.
sýna ólíkum sjónarmiðum skilning.
gera sér grein fyrir mikilvægi þess að virða mannréttindi allra þegna í lýðræðisþjóðfélagi.