Í áfanganum er fjallað um ólíkar stjórnmálastefnur og hvernig þær tengjast hinum svo kallaða vinstri-hægri kvarða. Nemendur eru látnir máta sig inn á kvarðann til að átta sig betur á stjórnmálalegum skoðunum sínum.
Fjallað er um ýmis hugtök og hugmyndir sem tengjast stjórnmálum - s.s. pólitíska félagsmótun, vald, lýðræði, fjölmiðla, Alþingi o.fl.
Fjallað er um stöðu smáríkja í alþjóðasamskiptum og -samningum.
Ýmis pólitísk álitaefni samfélagsins hverju sinni verða skoðuð í ljósi stjórnmálafræðinnar.
Nemendur skulu hafa lokið FÉLA3SH05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
vinstri-hægri kvarðanum og hvar hann stendur á honum.
ólíkum stjórnmálastefnum og hvernig þær tengjast umræðunni um vinstri-hægri.
þeim hugtökum sem fjallað er um í áfanganum.
stöðu Íslands í alþjóðasamskiptum og alþjóðasamningum.
stjórnmálum á Íslandi, hvaða stjórnmálaflokkar eru starfandi, hverjir eiga fulltrúa á Alþingi og hverjir sitja í ríkisstjórn.
tengslum ólíkra stjórnmálastefna við íslensk stjórnmál.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
miðla viðfangsefnum áfangans í ræðu og riti.
skrifa styttri og lengri texta um stjórnmálaleg málefni þar sem hann tekur rökstudda afstöðu til málefnisins.
skoða íslenskt stjórnmálaumhverfi í ljósi þeirra stjórnmálastefna og hugtaka sem fjallað er um í áfanganum.
nota þá þekkingu sem hann hefur aflað sér til að átta sig á hvar hann stendur á vinstri-hægri kvarðanum og hvaða stjórnmálastefna fellur best að hugmyndafræði hans.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
afla sér heimilda um efnisþætti áfangans, greina þær og miðla þeim.
taka rökstudda afstöðu til pólitískra álitamála.
útskýra tengsl námsefnisins við íslenskt stjórnmálaumhverfi.
nota öguð vinnubrög, taka ábyrgð á námi sínu og vinna í samvinnu við aðra.
taka virkan og ábyrgan þátt í lýðræðislegu samfélagi.