Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424254224.5

    Almenn líffræði
    LÍFF2AL05
    20
    líffræði
    almenn líffræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í þessum áfanga er gerð grein fyrir helstu grunnhugtökum og viðfangsefnum líffræðinnar, fjölbreytileika hennar og tengslum við aðrar fræðigreinar. Uppbygging lífheimsins er skoðuð. Fjallað er um byggingu og hlutverk lífrænna efna, frumna, vefja, líffæra og líffærakerfa, með áherslu á samanburð ólíkra lífverutegunda. Farið er yfir grundvallaratriði varðandi flokkun lífvera, greiningarlyklar kynntir, og helstu hópum lífvera eru lýst. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist þekkingu og skilning á umhverfi sínu og fjallað er um samspil lífveranna í náttúrunni, einnig umhverfismál og mikilvægi þeirra í daglegu lífi okkar.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnhugtökum líffræðinnar og tengslum hennar við aðrar greinar.
    • helstu einkennum lífsins sem sameiginleg eru öllum lífverum.
    • uppbyggingu og skipulagsstigum lífveranna
    • flokkunarfræði lífveranna og fjölbreytileika þeirra.
    • grundvallaratriðum vistfræðinnar.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita grunnhugtökum líffræðinnar á skilmerkilegan hátt í rökrænu samhengi.
    • kynna sér til gagns líffræðilegar heimildir í máli og myndum.
    • skoða og flokka lífverur í náttúrunni og í smásjá.
    • lesa í tengsl lífvera í umhverfinu.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leggja mat á upplýsingar sem tengjast líffræðilegum viðfangsefnum á gagnrýninn hátt.
    • taka þátt í umræðum um líffræðileg málefni á ábyrgan og sjálfstæðan hátt.
    • takast á við við daglegt líf og umgengni við umhverfið.
    • afla sér frekari þekkingar á líffræðilegum viðfangsefnum.
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.