Í áfanganum er fjallað um hlutföll, prósentur, vexti, veldi, rætur, vísisföll, logra, flatarmál, rúmmál, þríhyrninga, einslögun, hornafræði, hornaföll, kósínusregluna og sínusregluna. Nemendur vinna með hlutföll í rúmfræði og kynnast hornaföllunum til þess að leysa ýmis rúmfræðileg verkefni. Áhersla er á hagnýtingu stærðfræði til að leysa verkefni í iðnaði.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hlutföllum, prósentum og vaxtareikningi
veldum, rótum og logrum
flatarmáli og rúmmáli
eiginleikum þríhyrninga
vísis- og lograföllum
einslögun og hornaföllum
hornafræði
kósínusreglu og sínusreglu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
setja upp og leysa hvers kyns verkefni sem snúa að vaxtareikningi
nota hornaföll til þess að finna ýmsar stærðir í þríhyrningum
geta beitt veldareglum og rótareglum
nota reiknivélar í útreikningum
reikna flatarmál
reikna rúmmál
beita hornafræðireglum til að reikna horn
beita kósínusreglur og sínusreglu í útreikningum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega á viðeigandi hátt
átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna
skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
geta fylgt og skilið röksemdir og röksamhengi í mæltu máli og texta
beita skipulegum aðferðum við að leysa úr viðfangsefnum og þrautum, s. s. út frá þekkingu á lausnum svipaðra þrauta, unnið til baka frá þekktum stærðum
takast á við stærðfræðileg verkefni með opnum og jákvæðum huga
leysa af hendi verkefni í iðngrein sinni
gera sér grein fyrir mikilvægi stærðfræði fyrir iðngreinar