Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424275447.18

    Bókmenntir frá landnámi fram á 19. öld
    ÍSLE3BF05
    45
    íslenska
    bókmenntir fyrri alda
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í þessum áfanga verður fjallað um bókmenntir og bókmenntasögu frá landnámi til 1880. Lesin verða kvæði og textar frá fornöld og miðöldum ásamt kvæðum og textum lærdóms- og upplýsingaraldar og rómantíkur. Haldið áfram að þjálfa nemendur í ritun, heimildavinnu og skapandi túlkun á efni. Nemendur lesa Íslendingasögu og/eða skáldsögu sem tengist tímabilinu.
    ÍSLE2BM05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu verkum tímabilsins, bókmenntahugtökum og mismundandi tegundum bókmennta
    • greina strauma og stefnur í bókmenntasögu tímabilsins
    • ólíkum bragarháttum
    • orðaforða sem nægir til að lesa helstu verk íslenskrar bókmenntasögu
    • ritgerðasmíð og heimildavinnu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja og meta forna texta og geta tjáð sig í ræðu og riti um verk og höfunda tímabilsins
    • lesa sér til gagns texta frá fyrri öldum
    • draga saman upplýsingar um efnið og vinna úr því á viðurkenndan hátt
    • flytja af öryggi vel uppbyggða kynningu á krefjandi efni
    • túlka og endurskapa efni og texta
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tjá rökstudda afstöðu og taka virkan þátt í málefnalegri umræðu
    • sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
    • draga saman aðalatriði og beita gagnrýninni hugsun við lestur og túlkun texta
    • skrifa skýran og vel uppbyggðan texta
    • beita málinu á viðeigandi hátt við mismunandi aðstæður
    • sýna víðsýni og sköpunarhæfni í málflutningi sínum og umfjöllun
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá