Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424351957.15

    Listasaga
    LIST2LI05
    2
    listasaga
    byggingarlist, höggmyndir, listasaga, myndmennt
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Námefni áfangans eru helstu stefnur og straumar og listamenn í vesturheimi á sviði mynd-, höggmynda- og byggingarlistar frá upphafi til okkar daga. Kennsla byggist á fyrirlestrum kennara þar sem námsefnið er reifað og hugtök útskýrð. Þá eru umræður og loks verkefnavinna nemenda; úr námsefninu sjálfu eða öðru sem því tengist. Nemendur kynna sér sjálfir ýmsar tiltækar heimildir og vinna verkefni. Mikil áhersla er lögð á virkni nemenda og þátttöku í kennslustundum. Verkefni felast í rituðu máli þar sem taka skal sjálfstæða afstöðu til efnisins. Framsetning efnis er í samræmi við námsefnið, mjög myndræn.
    Æskilegt að hafa tekið einn til tvo áfanga í sögu.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu stíleinkennum í mynd-, höggmynda- og byggingarlist í vesturheimi
    • samhengi listsköpunar frá upphafi fram á 20. öld í vesturheimi og helstu listamönnum
    • mikilvægi listsköpunar, menningarlegu samhengi og möguleikum sem listnám hefur upp á að bjóða
    • helstu hugtökum sem einkenna greinina
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • meta fjölbreytilega ásýnd lista
    • skiptast á skoðunum um sjónlistir
    • vinna úr heimildum á skipulegan hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • fjalla um eðli lista
    • setja fram röksemdir fyrir skoðunum sínum
    • bera saman, finna tengsl, einfalda og draga ályktanir af listasögunni
    • nálgast verkefni á faglegan og sjálfstæðan hátt
    • vera læs á listmenningu og sögulega þróun hennar
    • stunda háskólanám í listgreinum
    • beita upplýsingatækni í þekkingarleit sinni
    Í áfanganum er lokapróf en vinnueinkunn er gefin út frá annarprófum, smærri æfingum, fyrirlestraverkefnum nemenda og virkni nemenda og þátttöku.