Í áfanganum er fjallað um rúmfræði með teikningum, tölfræði, líkindareikning og viðskiptareikning.
Helstu efnisatriði:
• Grundvallarhugtök og reglur í evklíðskri rúmfræði.
• Mælingar í rúmfræði og mikilvægi nákvæmi
• Grunnatriði tölfræði og líkindareiknings: Myndrit, meðaltal, miðgildi, tíðasta gildi, staðalfrávik, spönnun, einföld líkindi og fleira
• Talningaraðferðir, flokkun gagnasafna og framsetning niðurstaðna
• Viðskiptareikningur: Prósentur, álagning, afsláttur, virðisaukaskattur, vextir, vísitölur og fleira
• Hagnýt verkefni um notkun viðskiptareiknings
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grundvallarhugtökum og reglum í evklíðskri rúmfræði, tölfræði, líkindareikningi og viðskiptareikningi
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
setja fram lausnir á táknmáli stærðfræðinnar
leysa rúmfræðileg verkefni og beita teikniáhöldum
flokka talnasöfn, lesa úr myndritum og skýra einkennisstærðir talnasafna
setja upp og túlka gögn á myndrænu formi
reikna einföld líkindi atburða og meta áhættu við ákvarðanatöku
reikna prósentur, vexti og vísitölu
nota vísindalegar reiknivélar og stærðfræðiforrit á netinu.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skrá lausnir sínar skipulega, ræða þær við aðra og útskýra hugmyndir sínar og verk
átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu á tölulegum viðfangsefnum
vega og meta tölulegar upplýsingar á gagnrýninn hátt
skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
taka ákvarðanir í sértækum verkefnum er lúta að efni áfangans
klæða verkefni í stærðfræðilegan búning, leyst þau og túlkað lausnirnar