Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424629108.36

    Föll, markgildi og deildun
    STÆR3DB05
    36
    stærðfræði
    Föll, deildun, markgildi, vísis- og lograföll
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Viðfangsefni áfangans eru föll, markgildi, deildun og vísis- og lograföll. Efnisþættir sem teknir verða fyrir eru: Skilgreiningarmengi, formengi, myndmengi, varpmengi, rætur falla, fastapunktar falla, samsett föll, eintæk föll, andhverf hvöll, jöfn og ójöfn föll, hliðrun ferils, markgildi, samfelldni, aðfellur, deildun, afleiður, diffurkvóti, samfelldni og deildanleiki, könnun falla, deildunarreglur, hagnýting deildunar, bestun, afleiður hornafalla, vísisföll og lograföll.
    STÆR3CC05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Formlegri skilgreiningu falla, eiginleikum falla og hugtökum tengdum þeim, samsettum föllum og andhverfum föllum.
    • Markgildum, samfelldni falla og aðfellum falla.
    • Deildun og deildunarreglum.
    • Afleiðum falla.
    • Vísisföllum og lograföllum og helstu reiknireglum tengdum þeim.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Skeyta saman einföld föll, greina hvort fall sé andhverfanlegt og reikna út andhverfur falla.
    • Reikna einföld markgildi, ákvarða hvort fall sé samfellt og finna aðfellur ræðra falla.
    • Nota deildun og deildunarreglur til að kanna eiginleika falla og leysa há- og lággildisverkefni.
    • Leysa einföld bestunarverkefni með deildun.
    • Leysa vísis- og lograjöfnur og einföld hagnýt verkefni tengd vísisföllum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Velja þær aðferðir sem eiga við hverju sinni við lausn verkefnis, beita þeim skipulega og rétt, rökstyðja aðferðir sínar og túlka lausnina.
    • Vinna með merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu.
    • Fylgja og skilja röksemdafærslur í mæltu máli og í texta.
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.