Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424699405.52

    Ólífræn efnafræði
    EFNA3OH05
    14
    efnafræði
    efnajafnvægi, hvarfhraði, orka, oxun, sýrur
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    AV
    Ólífræn efnafræði með áherslu á magnbundna reikninga og orkubreytingar í efnahvörfum. Hugtökin fríorkubreyting, óreiða og sjálfgengi skoðuð. Hvarfhraði efnahvarfa og áhrifaþættir hvarfhraða skoðaðir. Hraðajafnan notuð til útreikninga á hraðfasta, einnig er árekstrarkenningin og jafna Arrheniusar notuð til að reikna virkjunarorku. Farið í efnajafnvægi, jafnvægisefnahvörf, jafnvægisfasta og jafnvægislíkinguna. Sýrur og basar, bæði rammar og daufar sem og útreikningar á pH með hjálp klofningsfasta framkvæmdir. Oxunar- og afoxunarhvörf, spennuröð og oxunartölur notaðar til að ákvarða oxara og afoxara í efnahvörfum. Talsverð áhersla á útreikninga, gagnrýna hugsun og sjálfstæð vinnubrögð.
    Hafa lokið a.m.k. 5 einingum í stærðfræði á 2. þrepi og EFNA2ME05 eða sambærilegum áfanga
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • orku í efnahvörfum, sjálfgengni og fríorkubreytingu
    • hraðafræði efnahvarfa og hvarfhraða.
    • jafnvægi í efnahvörfum
    • efnafræði sýra og basa og jafnvægi hjá daufum sýrum og bösum
    • oxun og afoxun, oxunartölum og spennuröð málma.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita orkuhugtökum og reikna út orkubreytingar í tengslum við efnahvörf
    • reikna meðalhraða og upphafshraða efnahvarfa
    • nota jöfnu Arrheniusar til að bera saman hraða efnahvarfa við mismunandi hitastig
    • nota jöfnu Arrheniusar til að reikna virkjunarorku (Ea)
    • nota jafnvægisfasta og styrk efna til að reikna stöðu jafnvægis
    • beita útreikningum er tengjast sýrum og bösum til að finna styrk, jafnvægispunkt og pH
    • nota reglur um oxunartölur til að finna oxara og afoxara
    • nota afoxunarspennutöflur til að finna út hvort líklegt sé að efnahvarf verði
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tengja saman efnafræði og aðrar náttúrufræðigreinar
    • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum
    • leggja rökstutt mat á áreiðanleika niðurstaðna
    • taka þátt í rökræðum er lúta að málefnum sem tengjast efnafræði
    • tengja efnafræði við daglegt líf og umhverfi
    • útskýra útreikninga og leysa flóknari verkefni
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.