Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424700353.66

    Aflfræði
    EÐLI2AO05
    19
    eðlisfræði
    aflfræði, hreyfifræði, kraftur, orka
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    AV
    Í áfanganum er lagður grunnur að aflfræði með hreyfilögmálum Newtons, varðveislu skriðþungans, eðliseiginleikum efnis og varðveislu orkunnar. Lögð er áhersla á stigstærðir, markverða stafi, óvissuútreikninga, vektorstærðir, eðlismassa, hreyfifræði, krafta, orku, þrýsting og varmaorku. Nemandi vinnur sjálfstætt og í hópum að lausn dæma og verklegra æfinga. Áhersla er lögð á tengingu við umhverfi og reynsluheim nemenda.
    5 einingar í stærðfræði á 2. þrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • notkun stærðfræði við lausn þrauta
    • SI-kerfinu og SI-einingum stærða sem unnið er með
    • helstu hugtökum sem notuð eru í hreyfifræði, aflfræði og varmafræði
    • hreyfilögmálum Newtons
    • varðveislulögmálum vélrænnar orku
    • varmaorku
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota tölur og vigra í eðlisfræði
    • beita lögmálum og jöfnum við að leysa verkefni af ýmsu tagi
    • reikna aflfræði-, orku- og hreyfifræðiverkefni
    • teikna einföld tvívíð gröf sem t.d. lýsa hreyfingu eða orkunotkun
    • leiða út með rökrænum hætti jöfnu fyrir samband stærða frá gefnum forsendum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu
    • framkvæma verklegar æfingar, vinna úr þeim og útskýra niðurstöður þeirra
    • nýta námsefni og gögn á markvissan hátt
    • nýta aðrar greinar, sérstaklega stærðfræði við lausn verkefna
    • meta hvort niðurstöður útreikninga og mælinga séu raunhæfar
    • tengja eðlisfræðina við daglegt líf og umhverfi og gera sér grein fyrir notagildi hennar
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.