Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424701482.47

    Lífsleikni
    LÍFS2NS01
    2
    lífsleikni
    náms-og starfsfræðsla
    Samþykkt af skóla
    2
    1
    Nám í áfanganum felst fyrst og fremst í virkri þátttöku nemandans. Hann tekur saman náms- og starfsferilskrá og gerir grein fyrir framtíðaráformum sínum hvað varðar náms- og starfsval. Hann leitar upplýsinga um viðkomandi nám og / eða starf og kynnir fyrir samnemendum sínum. Nemandinn velur nám á framhaldsskóla- eða háskólastigi eða starfsvettvang til kynningar. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð við upplýsingaöflun og framsögn og framkomu við kynningu eigin verka fyrir samnemendum. Nemandanum gefst kostur á að taka áhugasviðskönnun sem kortleggur áhugasvið hans. Þá verður farið yfir tímaskipulag og vinnubrögð í námi. Loks er lögð áhersla á að bjóða sérskólum og skólum á háskólastigi að kynna námsframboð sitt.
    LÍFS1AL03 LÍFS1FL02 LÍFS2SV02
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi góðrar náms- og ferilskrár
    • styrkleikum sínum og framtíðaráformum
    • leiðum til upplýsingaöflunar í tengslum við náms- og starfsval
    • miklvægi tímastjórnunar í námi og starfi
    • grunnatriðum námstækni í háskólanámi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • koma fram og kynna eigin náms- og starfsferilskrá
    • koma fram og kynna nám og / eða störf að loknum framhaldsskóla
    • afla upplýsinga um nám og störf að loknum framhaldsskóla
    • gera tímaáætlun sem tekur mið af núverandi námi
    • temja sér grunnatriði námstækni í háskólanámi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera sér grein fyrir eigin styrkleikum og veikleikum
    • kortleggja eigin framtíðaráform varðandi náms- og sarfsval
    • gera sér grein fyrir áhugasviði sínu og möguleikum á náms- og srafsvali í samræmi við það