Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424703085.34

    Stærðfræðigrunnur 3
    STÆF1AH05
    3
    Stærðfræði
    algebra, hlutföll, hnitafræði, jöfnur, veldi
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    AV
    Í áfanganum er lagður grunnur að framhaldsskólastærðfræði á 2. þrepi með því að fara í undirstöður reikniaðgerða, almenn brot, bókstafareikning, jöfnur og veldi, hlutföll og vaxtareikning, hnitakerfið og jöfnu beinnar línu. Nemandinn beitir þekkingu sinni við lausn flóknari dæma en áður. Lögð er áhersla á að nemandinn þjálfist í skipulögðum vinnubrögðum, nákvæmni í framsetningu við lausn verkefna og röksemdarfærslu.
    Fara eftir inntökuskilyrðum skólans hverju sinni.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • reikniaðgerðum
    • reglum um forgangsröðun aðgerða
    • reikningi með almennum brotum
    • bókstafareikningi
    • einföldum veldareikningi
    • tvívíðu hnitakerfi
    • liðnun, þáttun og uppsettum og óuppsettum jöfnum
    • prósentu- og hlutfallareikningi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita undirstöðuatriðum talna- og bókstafareiknings, s.s. röð aðgerða, liðun og þáttun
    • leysa fyrsta stigs jöfnur með einni og tveimur óþekktum stærðum og að einangra eina stærð úr jöfnu með mörgum óþekktum stærðum
    • teikna graf beinnar línu í hnitakerfi, finna hallatölu og skurðpunkta við ása hnitakerfisins og skurðpunkta tveggja lína
    • finna jöfnur lína sem eru samsíða gefinni línu eða hornréttar á hana
    • reikna hlutföll og prósentur s.s. við útreikning á virðisaukaskatti, samsettum prósentum, vaxtareikning og vaxtavaxta
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • rökræða um stærðfræðileg viðfangsefni við aðra
    • setja úrlausnir sínar fram skriflega á skiljanlegan og snyrtilegan hátt
    • þýða margs konar verkefni á stærðfræðimál og setja þau upp sem jöfnu eða annað stærðfræðilegt viðfangsefni
    • meta hvort svör eru raunhæf
    • skilja merkingu helstu stærðfræðitákna og hugtaka í námsefninu
    • vinna sjálfstætt með aðferðir í stærðfræði
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.