Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424703752.94

    Algebra, margliður og jöfnur
    STÆF2AM05
    1
    Stærðfræði
    algebra, jöfnur, margliður
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    AV
    Viðfangsefni áfangans eru mengi, rauntalnakerfið, rétthyrnt hnitakerfi, margliður, jafna línu, jafna fleygboga, lausnir annars stigs jafna og lausnir ójafna, algildir og algildisjöfnur, velda- og rótarreikiningur. Í áfanganum er lagður grunnur að skipulögðum vinnubrögðum, röksemdafærslu og nákvæmni í framsetningu við lausn verkefna í stærðfræði.
    Að hafa lokið grunnskóla með fullnægjandi hætti að mati skólans.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mengjum náttúrulegra talna, heilla talna, ræðra talna og rauntalna
    • skráningu stakra talna og bila á talnalínu
    • frumtölum og þáttun, almennum brotum og tugabrotum
    • algebru, þáttun og liðun, algebru brotum
    • rótareikningi og veldareikningi með heilum og ræðum veldisvísum
    • rétthyrndu hnitakerfi og gröfum falla
    • margliðum, formerkjum og stigi þeirra og helstu reikniaðgerðum
    • fleygbogum, jöfnu fleygboga og lausnum annars stigs jafna
    • algildum og helstu eiginleikum þeirra
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna á nákvæman og skipulagðan hátt með tölur og táknmál stærðfræðinnar
    • skrá talnamengi s.s. lausnamengi jafna og ójafna og tákna þau á talnalínu eða á táknmáli stærðfræðinnar
    • vinna með almenn brot og tugabrot sem og að liða og þátta algebrustærðir
    • beita velda- og rótareglum til þess að einfalda veldastæður og rætur
    • leysa annars stigs jöfnur af ýmsum gerðum
    • teikna fleygboga og vinna bæði skriflega og myndrænt með eiginleika hans s.s. topppunkt, samhverfuás og skurðpunkta við ása hnitakerfis
    • beita grunnreikniaðgerðum á margliður og að finna núllstöðvar og formerki margliða með heiltölustuðlum
    • nota algildi til að finna fjarlægð milli puntka á talnalínu og leysa einfaldar jöfnur og ójöfnur með tölugildum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • setja margs konar verkefni upp með táknmáli stærðfræðinnar og leysa þau
    • beita skipulögðum aðferðum við lausn verkefna og rökstyðja aðferðir sínar
    • skrá lausnir sínar skipulega og skiptast á skoðunum um þær við aðra
    • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu
    • vinna með merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu
    • beita frumkvæði, innsæi og frumleika við lausn verkefna
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.