Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424705947.84

    Ályktunartölfræði
    STÆF3ÖT05
    4
    Stærðfræði
    dreifingar, greiningar, tilgátuprófanir, öryggismörk
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    AV
    Fjallað er um nokkrar aðferðir sem notaðar eru til að draga tölfræðilegar ályktanir. Nánar tiltekið verður rætt um notkun normaldreifinga og t-dreifinga til að finna öryggisbil og prófa tilgátur. Jafnframt er kynnt notkun kí-kvaðrat prófunar (Chi-square), dreifigreiningar og aðhvarfsgreiningar. Vinna einkennist af einstaklings- og samvinnuverkefnum. Verkefni eru að hluta unnin með aðstoð vasareikna og nemendur fá að kynnast því hvernig nota má tölvuforrit og/eða töflureikni til að leysa dæmi eins og þau sem unnið er með í áfanganum. Í áfanganum er lögð áhersla á skipulögð vinnubrögð, röksemdafærslur og nákvæmni í framsetningu við lausn verkefna í stærðfræði.
    STÆR2LT05 eða sambærilegur áfangi á 2. þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • normaldreifðri úrtaksdreifingu
    • öryggisbili og öryggismörkum
    • tilgátuprófunum
    • t-prófum, kí-kvaðrat-prófum og dreifigreiningu
    • línulegri aðhvarfsgreiningu og fylgni
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • reikna öryggisbil og túlka niðurstöður gera grein fyrir niðurstöðum slíkra útreikninga
    • setja fram tilgátu og gera á henni viðeigandi tölfræðilegt próf
    • reikna fylgni
    • reikna jöfnu bestu línu og spá á grundvelli hennar.
    • túlka fylgnistuðla
    • nota ýmis tölfræðipróf t.d. t-próf, kíkvaðrat-próf og F-próf
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja og meta með gagnrýnum hætti tölfræðlegar upplýsingar í fjölmiðlum og fræðiritum
    • finna kerfisbundið aðferðir til að greina mismunandi tölulegar upplýsingar
    • vinna úr tölulegum upplýsingum með aðferðum ályktunar tölfræði og útskýra niðurstöður þeirrar vinnu
    • fjalla um tölfræði almennt og ályktunartölfræðileg viðfangsefni sérstaklega
    • nýta sér tölfræðileg forrit við gagnavinnslu, prófanir og ályktanir
    • fylgja og skilja röksemdafærslu í mæltu máli og í texta
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.