Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424802701.5

    Þýska – Bókmenntir og menning B1.2
    ÞÝSK2BM05
    12
    þýska
    bókmenntir og menning
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Lögð er áhersla á lestur einfaldra bókmenntatexta og ljóða. Aukin áhersla er lögð á munnlega og skriflega tjáningu og eru nemendur hvattir til aukins sjálfstæðis í vinnubrögðum.
    5 feiningar á 2. þrepi í þýsku.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • fjölbreyttum orðaforða
    • ólíkum viðhorfum og gildum og hvernig þau móta menninguna í þeim löndum sem tungumálið er talað og geti tengt þau eigin menningu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skrifa texta og fylgja helstu rithefðum og reglum um málbeitingu
    • skilja þýskt talað mál við mismunandi aðstæður
    • lesa fjölbreytta texta, bæði hraðlestrartexta og þyngri innihaldsmeiri texta
    • taka þátt í samskiptum og beita málfari við hæfi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • fjalla á ítarlegan hátt, bæði munnlega og skriflega um bókmenntatexta sem hann hefur lesið í áfanganum
    • tjá eigin skoðanir, bæði munnlega og skriflega, rökstyðja mál sitt á tungumálinu
    • lesa lengri samfellda texta, bókmenntatexta sér til gagns og gamans
    Framfarir nemenda eru stöðugt metnar og tekið er tillit til allra færniþáttanna fjögurra (lestur, hlustun, tal og ritun). Mat felst í prófum og verkefnum, munnlegum og skriflegum.