lífið, persónan, stig a1 í evrópska tungumálarammanum
Samþykkt af skóla
1
5
Áfanginn er ætlaður byrjendum án nokkurrar kunnáttu í tungumálinu. Megináhersla er lögð á að nemendur tileinki sér undirstöðuatriði tungumálsins. Nemendur eru þjálfaðir samhliða í færniþáttum tungumálsins; tali, hlustun, ritun og lesskilningi. Lögð er áhersla á réttan framburð, undirstöðuatriði málfræði og málnotkunar og uppbyggingu grunnorðaforða. Nemendur fá innsýn í menningu og staðhætti þýskumælandi landa.
Enginn undanfari
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
almennum grunnorðaforða sem nauðsynlegur til að ná leikni- og hæfnimarkmiðum áfangans
helstu grundvallarþáttum málkerfisins; framburði, hljómfalli og áherslum
menningu, samskiptavenjum og siðum þýskumælandi landa
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skilja talað mál um kunnugleg efni þegar talað er hægt og skýrt
fylgja einföldum fyrirmælum kennara og að skilja helstu kveðjur og ávörp
skilja texta með einföldum orðaforða sem tengist umhverfi hans og áhugamálum
taka þátt í einföldum samræðum um þekkt efni
segja á einfaldan hátt frá sjálfum sér, fjölskyldu sinni og atburðum daglegs lífs þar sem beitt er réttum framburði
skrifa stuttan, einfaldan texta um sjálfan sig og sitt nánasta umhverfi (fylla út einföld eyðublöð, skrifa póstkort o.fl.) þar sem helstu málfræðireglum er beitt
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
tjá sig munnlega um málefni sem hann þekkir og taka þátt í einföldum samræðum
tjá skriflega á einfaldan hátt um efni sem hann þekkir
greina meginupplýsingar sem hann heyrir eða les
koma ákveðnum atriðum á framfæri skriflega í mismunandi tegundum af einföldum textum
Námsmat er útfært í kennsluáætlunum í samræmi við skólanámsskrá.