Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424895462.9

    Vísindi, fræði og fagmál
    ENSK3VF05
    36
    enska
    fræði og fagmál, vísindi
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í þessum áfanga er lögð áhersla á fagorðaforða til undirbúnings fyrir háskólanám og atvinnulíf. Lesnir eru margvíslegir vísinda- og fræðitextar á viðkomandi fræðasviði nemandans, eins og náttúrvísindum, félagsvísindum og hugvísindum. Lögð er áhersla á að nemendur verði færir um að tjá hugsun sína skýrt í ræðu og riti og geti rökstutt skoðanir sínar. Áhersla lögð á sjálfstæð vinnubrögð nemenda, m.a. við öflun upplýsinga á bókasöfnum, Neti og í margmiðlunarefni. Nemendur vinna sjálfstætt að stærra verkefni sem tengist áhugasviði þeirra.
    ENSK3BK05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu menningarsvæðum þar sem tungumálið er notað sem móðurmál eða fyrsta mál
    • menningu þjóða þar sem tungumálið er talað sem og eigin menningu í alþjóðlegu samhengi
    • uppruna tungumálsins og útbreiðslu, og skyldleika þess við íslenskt mál
    • orðaforða sem gerir honum kleift að tileinka sér með góðu móti lesefni í áframhaldandi námi eða starfi
    • hefðum sem eiga við um talað og ritað mál t.d. mismunandi málsnið
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa fjölbreyttar gerðir texta, bæði fræðilega og bókmenntalega
    • lesa sér til fræðslu og/eða ánægju texta sem gera miklar kröfur til lesandans, bæði hvað varðar orðaforða og uppbyggingu
    • greina sögulegt, félagslegt, menningarlegt eða pólitískt samhengi í texta
    • átta sig á málfarsmun, mismunandi málsniði og stíl í töluðu máli og undirliggjandi merkingu, viðhorfum og tilgangi þess sem talar
    • tjá sig munnlega skýrt og hnökralaust um málefni sem hann hefur kynnt sér
    • skilja sér til gagns þegar fjallað er um flókið efni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • beita málinu af lipurð og kunnáttu til þess að geta tekið fullan þátt í umræðum og rökræðum þar sem fjallað er um persónuleg, menningarleg, félagsleg og fjölmenningarleg efni
    • flytja vel uppbyggða frásögn, kynningu eða greinagerð, draga fram aðalatriði og rökstyðja mál sitt nokkuð nákvæmlega með dæmum og bregðast við fyrirspurnum
    • lýsa skýrt og greinilega flóknum hlutum eða ferlum á sviði sem hann hefur kynnt sér
    • skrifa texta með röksemdarfærslu þar sem fram koma rök með og á móti og þau eru vegin og metin
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá