Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424897855.34

    Venjur, lífsstíll og umhverfi
    ÞÝSK1AU05
    20
    þýska
    evrópski tungumálaramminn, grunnur, stig a2
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Unnið er sem fyrr með málfærniþættina lesskilning, hlustun, ritun og tal. Áherslan er á áfram á nánasta umhverfi nemandans og þeir vinna með ýmis þemu tengdu því t.d. mat, heimilið, tísku, listir og skólann. Í tengslum við þessi þemu er siðum og samskiptavenjum í þýskumælandi löndum fléttað inn í kennsluna. Nemendur tileinka sér ný málfræðiatriði og orðforði aukinn enn frekar.
    ÞÝSK1TM05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum áfangans
    • ólíkum textagerðum og geti greint mun á skrifuðu og töluðu máli
    • meginatriðum þýskrar málfræði
    • grundvallarþáttum málkerfisins
    • öllum helstu framburðarreglum þýskunnar
    • menningu og mannlífi þýskumælandi landa og þekki helstu samskiptavenjur
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja lykilatriði texta t.d. blaða- og bókmenntatexta með meiri orðaforða en áður og vinna úr þeim á mismunandi hátt eftir tilgangi lestursins hverju sinni
    • skilja talað mál um almenn kunnugleg efni og fyrirmæli kennara
    • greina aðalatriði í kvikmynd þegar fjallað er um afmörkuð efni
    • taka þátt í samræðum um þekkt efni og tjá skoðun sína um athæfi hversdagsins með því að beita kurteisis- og málvenjum við hæfi og geta spurt og svarað spurningum
    • halda stutta kynningu á undirbúnu efni þar sem tungumálinu er beitt samkvæmt getustigi áfangans
    • rita styttri texta um þekkt efni (útdrátt, umsögn, myndalýsingar) og geta tjáð skoðanir og ályktanir skriflega
    • beita málfræði- og málnotkunarreglum úr fyrri áföngum
    • hafa öðlast öryggi í notkun upplýsingatækni og hjálpargagna
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tjá sig á tiltölulega einfaldan hátt, munnlega og skriflega um þekkt málefni og geta sagt frá skoðunum sínum og reynslu á flóknari hátt en áður
    • bjarga sér á þýsku við hversdagslegar aðstæður í almennum samskiptum
    • skilja aðalatriðin í mismunandi frásögnum og textagerðum og geta dregið ályktanir ef efnið er kunnuglegt
    • geta metið eigið vinnuframlag og annarra
    Námsmat er útfært í kennsluáætlunum í samræmi við skólanámsskrá.