Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424940120.58

    Rúmfræði og hornaföll
    STÆR1RU03(12)
    None
    stærðfræði
    Rúmfræði og hornaföll
    í vinnslu
    1
    3
    12
    Lagður er grunnur að vinnubrögðum í stærðfræði, nákvæmni í framsetningu, röksemdafærslum og lausnum verkefna og þrauta. Fjallað er um rúmfræði og hornaföll.
    Grunnskólapróf
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • frumhugtökum rúmfræðinnar
    • línum og hornum í þríhyrningi og hornasummu þríhyrnings
    • flatarmáli og rúmmáli
    • einslögun
    • Pýþagórasarreglu
    • hornaföllum í rétthyrndum þríhyrningi
    • sinus og cosinus reglunum
    • aðferðum við að teikna myndir með hringfara, gráðuboga og reglustiku.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • reikna rúmmál og flatarmál allra helstu forma
    • reikna horn og hliðar í þríhyrningum með notkun hornafalla.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrá lausnir sínar og vinna á skipulegan hátt ...sem er metið með... verkefnum/prófum
    • útskýra hugmyndir sínar og verk ...sem er metið með... verkefnum/prófum
    • fylgja fyrirmælum sem gefin eru ...sem er metið með... verkefnum/prófum
    • lesa úr stærðfræðilegum upplýsingum ...sem er metið með... verkefnum/prófum
    • beita skipulegum aðferðum við lausn verkefna sem tengjast námsefninu ...sem er metið með... verkefnum/prófum.
    Í áfanganum er gert ráð fyrir leiðsagnarmati sem byggir á því að nemandinn fái með reglulegum og skipulegum hætti upplýsingar um hvernig hann stendur í náminu. Námsmat byggist á verkefnum sem nemendur vinna í kennslustundum og utan þeirra, skriflegum prófum sem lögð eru fyrir nemendur (bæði kaflaprófum yfir önnina og yfirlitsprófi í lok hennar) auk virkni nemenda í kennslustundum.