gaslögmálið, hringhreyfing, sveiflur og bylgjur, varmafræði, þyngdarlögmálið
Samþykkt af skóla
3
5
Þetta er framhaldsáfangi í eðlisfræði á náttúruvísindabraut þar sem hreyfifræðin og aflfræðin færð út í tvær víddir. Auk þess er farið í ástandsjöfnu kjörgass, varmafræði, hringhreyfingu, þyngdarlögmálið sveiflur og bylgjur. Áhersla er lögð á að nemendur haldi áfram að þróa með sér og viðhalda góðum vinnubrögðum við verkefnavinnu.
EÐLI2HA05 og STÆR3CC05. Æskilegt að STÆR3DB05 sé lokið eða tekinn samhliða.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Ástandsjöfnu kjörgass og lögmálum tengdum henni, óreiðuorku og hitakvörðum.
Varma, varmarýmd, eðlisvarma, fasaskiptum og varmamælum.
Hreyfingu í fleti, lögun kastferils, skriðþunga og árekstrum í fleti, hreinghreyfingu, tregðulögmálinu og viðmiðunarkerfum.
Lögmálum Keplers, þyngdarlögmáli Newtons og hringhreyfingu í þyngdarsviði.
Einfaldri sveifluhreyfingu og hugtökum tengdum henni, orku í sveifluhreyfingu og einföldum pendúl.
Bylgjum og hugtökum tengdum þeim, samliðun og endurvarpi bylgna, staðbylgjum, hljóðbylgjum, eðlisfræðilegum hljóðstyrk, skynstyrk, Dopplerhrifum og bylgjum í fleti.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Nota lögmál og hugtök námsefnisins á réttan hátt við úrlausn verkefna.
Framkvæma verklegar æfingar og skrá og túlka mæliniðurstöður af nákæmni.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Gera sér grein fyrir notagildi eðlisfræðinnar og tengslum hennar við aðrar greinar og daglegt líf.
Beita skipulögðum aðferðum við úrlausn verkefna, geta rökstutt aðferðirnar og túlkað niðurstöðurnar með hugtökum og lögmálum námsefnisins.
Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá.