Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1425035158.32

    Mannkynssaga frá 1900 til okkar daga
    SAGA2MT05
    26
    saga
    heimurinn á 21. öld, kalda stríðið, millistríðsárin, nýlendustefnan
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    AV
    Valdir þættir úr sögu 20. aldar verða teknir til íhugunar og gagnrýninnar skoðunar. Fjallað verður um Ísland og aðstæður hér og hvernig atburðir í öðrum löndum höfðu áhrif á íslenskt samfélag. Leitast verður við að kafa dýpra í valið efni og það skoðað og rannsakað með margvíslegu móti. Áhersla á að tengja námsefnið reynsluheimi nemanda, auka víðsýni hans og rökhugsun. Nemandinn kynnist heimildarýni af ýmsu tagi og sjálfstæðum og öguðum vinnubrögðum.
    SAGA2SÍ05 eða sambærilegur áfangi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • völdum þáttum úr sögu 20. til 21. aldar
    • mismunandi tegundum heimilda og grunnþekkingu í heimildarýni
    • sögulegu samhengi mikilvægra málefna sem eru umtöluð á líðandi stund
    • helstu hugtökum sem höfð eru um söguleg fyrirbæri þessa tímabils
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • helstu hugtökum sem höfð eru um söguleg fyrirbæri þessa tímabils
    • meta gildi áreiðanlegra heimilda og nota fjölbreyttar tegundir þeirra
    • sjá tengsl fortíðar og nútíðar og samhengið á milli hinna ýmsu tímabila og einstakra þátta sögunnar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • afla upplýsinga í heimildum og draga ályktanir af þeim
    • greina sögulegan uppruna samtímafyrirbæra
    • beita gagnrýninni hugsun í þekkingaröflun og leggja sjálfstætt mat á söguleg álitamál
    • taka þátt í skoðanaskiptum og rökræðum með jafningjum um sagnfræðileg efni
    • sýna umburðarlyndi og víðsýni gagnvart sögulegum viðfangsefnum
    • skilja takmarkanir helstu hugtaka sem höfð eru um söguleg fyrirbæri þessa tímabils
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.