klassísk heimspekirit, samræða og rökræða um frumspeki, siðfræði, þekkingarfræði
Samþykkt af skóla
3
5
AV
Í áfanganum eru tekin fyrir klassísk heimspekirit og æfð rökgreining og rökræða. Lögð er áhersla á samræðu þar sem æfð er rökgreining, rökræða, virðing fyrir skoðunum annarra og skapandi hugsun. Leitast er við að fara nákvæmar í eina af undirgreinum heimspekinnar s.s. siðfræði eða þekkingarfræði. Áhersla á að auka víðsýni nemanda, rökhugsun, sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
HEIM2HK05 eða sambærilegur áfangi
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
sérstöðu heimspeki meðal fræðigreina
grundvallaratriðum tiltekinna undirgreina innan heimspekinnar
helstu heimspekingum sögunnar og kenningum þeirra
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita heimspeki á ýmisleg vandamál, t.d. siðferðileg eða þekkingarfræðileg
greina heimspekileg vandamál frá öðrum vandamálum
beita heimspekilegri nálgun á sígilda texta
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
taka þátt í heimspekilegri rökræðu
beita gagnrýninni hugsun, virða skoðanir annarra og taka uppbyggilegri gagnrýni
taka afstöðu til mála út frá þeim grunni sem áfanginn byggir á
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.