Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1425119744.1

    Framhaldsáfangi í spænsku
    SPÆN1HT05(AV)
    28
    spænska
    hlustun, lestur, ritun (A1), tal
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    AV
    Framhaldsáfangi þar sem áframhaldandi áhersla er lögð á að nemandinn bæti við undirstöðuatriði tungumálsins. Þjálfun í lesskilningi aukin ásamt dýpkun á samskiptaþáttunum tali, hlustun og ritun. Markvisst er bætt við orðaforða, þar sem áhersla er lögð á réttan framburð og skilning, þannig að nemandi geti m.a. lesið og skilið stutta texta, tjáð sig skriflega og munnlega um efni sem tengjast athöfnum daglegs lífs. Hluti námsins er kynning á siðvenjum spænskumælandi landa með sérstöku tilliti til jafnréttis og sköpunar. Áhersla er lögð á frumkvæði nemandans og að
    SPÆN1RL05 eða sambærilegur áfangi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • viðeigandi orðaforða
    • grundvallarþáttum spænska málkerfisins
    • framburði
    • samskiptavenjum, menningu og siðvenjum spænskumælandi þjóða
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja fyrirmæli og setningar sem tengjast daglegum athöfnum
    • skilja leiðbeiningar og fyrirmæli
    • skilja þegar fjallað er um atburði daglegs lífs
    • skrifa stutta texta í nútíð, framtíð og liðinni tíð
    • óska eftir og veita upplýsingar
    • greina lykilatriði í texta
    • tjá sig skriflega og munnlega um kunnugleg efni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nýta viðeigandi mál- og samskiptavenjur við mismunandi aðstæður
    • útskýra siðvenjur spænskumælandi landa
    • koma á framfæri eigin skoðun, þekkingu og tilfinningum
    • velja námsaðferðir við hæfi
    • meta eigið vinnuframlag og framfarir í málinu
    • sýna aga, metnað, sjálfstæð vinnubrögð og jákvæðni
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.