Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1425140954.83

    Landafræði
    NÁLÆ2AS05
    1
    Náttúrulæsi
    auðlindir, lýðfræði, sjálfbærni, staðfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    AV
    Í áfanganum er varpað ljósi á það hvernig maðurinn nýtir auðlindirnar en einungis sjálfbær nýting dugir til langframa. Umhverfisvernd er samofin sjálfbærri þróun en hvort tveggja er tekið fyrir. Ýmis lýðfræðihugtök eru kynnt og þjálfuð. Staðfræði er all stór hluti áfangans þar sem markmiðið er að vita hvar öll lönd heimsins liggja, þéttbýlisstaðir á Íslandi ásamt helstu fjörðum, eyjum, jöklum og leiðum. Lögð er áhersla á kortalæsi, kynnt eru helstu fyrirbærin í lofthjúpnum og hvernig vindakerfi jarðar ákvarða hvar helstu þurrka og úrkomsvæðin eru. Kynnt eru m.a. hin frjósömu jarðvegssvæði jarðar, græna byltingin og helstu gerðir landbúnaðar. Þróun landa og þróunarkvarðar eru teknir fyrir, iðnaður og viðskiptabandalög, borgvæðing og skipulagsmál. Nemandi vinnur sjálfstætt og í hópum að lausn verkefna. Áhersla er lögð á tengingu við umhverfi og reynsluheim nemenda, sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
    NÁLÆ1UN05 eða sambærilegur áfangi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sjálfbærri þróun
    • bauganeti og tímabeltum jarðar
    • hvernig möndulhalli jarðar orsakar árstíðirnar
    • ákvarðandi þáttum varðandi fólksfjölda og fólksfjölgunar- og neysluvandmálum
    • lýðfræðiferli, fólksfjöldapýramídum og helstu mælikvörðum á þróun landa
    • vindakerfum jarðar og samspili við helstu þurrka- og úrkomusvæði jarðar
    • Grænu byltingunni og áhrifum hennar
    • helstu bandalögum sem Ísland tengist eða er hluti af
    • helstu orsökum þéttbýlismyndunar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • ræða og miðla hvað telst til sjálfbærrar þróunar og hvað ekki
    • beita landakortum og rafrænum kortum til að lesa almennar upplýsingar
    • beita ýmsum lýðfræðihugtökum, t.d. náttúruleg fólksfjölgun, fólksfjölgun, frjósemi, ungbarnadauði, lífslíkur og þéttbýlisstig
    • skoða heiminn í ljósi beltaskiptingar hvað varðar þurr og vot svæði og tengsl við vindakerfi jarðar
    • skoða atvinnugreinar og staðarval þeirra
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tileinka sér gagnrýna hugsun og sjálfstæð vinnubrögð
    • afla og meta heimildir og nýta þær í hagnýtum tilgangi
    • nýta sér kortalykil t.d. til að finna út stærð þéttbýliskjarna, hæð og vegalengdir
    • útskýra lýðfræðihugtök og tengja við sjálfbæra þróun
    • útskýra samspil umhverfis á búsvæði og sjálfbærni
    • nýta námsefni og gögn á markvissan hátt
    • greina, hagnýta og meta upplýsingar í margskonar formi (töluðu, rituðu og/eða myndrænu)
    • tengja viðfangsefni áfangans við daglegt líf og umhverfi og gera sér grein fyrir notagildi hennar
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.