Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1425293197.02

    Afþreyingarbókmenntir
    ÍSLE2AÞ05
    36
    íslenska
    Afþreyingarbókmenntir
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Lögð er áhersla á að nemendur kynnist afþreyingarbókmenntum, einkennum, formi, útbreiðslu og vinsældum þeirra. Nemendur lesa nokkur slíkt verk og rannsaka þau. Gert er ráð fyrir ýmiss konar verkefnavinnu, munnlegri og skriflegri. Lögð er áhersla á sjálfstæð og vönduð vinnubrögð. Bókmenntir/ritun: Nemendur kynna sér fjölbreytt afþreyingarverk, formúlur, persónusköpun og hvernig þjóðfélagið endurspeglast í þessum verkum. Unnin eru fjölbreytt verkefni. Málnotkun og málsnið: Nemendur athuga málfar, málsnið og málnotkun í afþreyingarbókmenntum og bera saman við aðra texta. Framsögn: Nemendur kynna niðurstöður sínar. Gert er ráð fyrir að allir nemendur taki þátt í umræðum og geti rökstutt mál sitt.
    Lágmark 7 á grunnskólaprófi eða ÍSLE1DE05/ÍSLE1LR05 (5 ein.)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • inntaki og einkennum þeirra verka sem lesin eru
    • afþreyingarbókmenntum í sögulegu ljósi
    • siðferðisgildum bókmenntagreinarinnar
    • áhrifum bókmenntagreinarinnar á menningu í nútímanum
    • málfari og orðaforða afþreyingarbókmennta
    • byggingu og formi afþreyingarbókmennta
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita gagnrýninni hugsun við vinnslu verkefna þar sem skoðanir hans koma fram
    • nota á markvissan hátt viðeigandi hjálpargögn við frágang ritsmíða
    • draga saman og nýta upplýsingar úr ýmiss konar heimildum og tengja við eigin skoðanir
    • flytja af nokkru öryggi niðurstöður sínar frammi fyrir hópi
    • lesa sér til gagns bókmenntaverk ásamt fræðitextum um afþreyingarbókmenntir
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna skapandi verkefni í tengslum við menningu og þjóðfélag sem afþreyingarbókmenntir eru sprottnar úr
    • beita skýru og lýtalausu máli í ræðu og riti
    • taka þátt í málaefnalegum umræðum, byggja upp skýra röksemdafærslu, tjá afstöðu og efasemdir um efni og komast að niðurstöðu
    • túlka texta afþreyingarbókmennta og greina merkingu undir yfirborðinu
    • átta sig á bókmenntagreininni í tengslum við aðrar bókmenntagreinar
    Símat/leiðsagnarmat og próf.