Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1425294159.68

    Brúin, nýtt og gamalt
    ÍSLE2BÞ05
    38
    íslenska
    Þjóðararfurinn og tenging hans við nútímann
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er unnið með þjóðararfinn og tengingu hans við nútímann. Lesin er Íslendingasaga, hluti Snorra-Eddu, Eddukvæði og dróttkvæði. Áhersla er lögð á að skoða hvernig sögurnar eru notaðar í dag, s.s. í teiknimyndagerð, kvikmyndum, sögum og tölvuleikjum.
    Lágmark 7 á grunnskólaprófi eða ÍSLE1DE05/ÍSLE1LR05 (5 ein)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • inntaki og einkennum þeirra verka sem lesin eru
    • orðaforða til að skilja íslenskt mál og beita í ræðu og riti
    • mismunandi tegundum bókmennta og nytjatexta
    • grunnhugtökum í bókmenntafræði
    • nokkrum lykilverkum íslenskra bókmennta og tengslum þeirra við nútímann
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa sér til gagns og gamans íslenskar bókmenntir, fjalla um inntak þeirra og tengja við nútímann
    • beita gagnrýninni hugsun
    • koma skoðunum sínum á framfæri á skýran og greinargóðan hátt
    • skilja og nota algeng stílbrögð í tal- og ritmáli
    • flytja af nokkru öryggi endursagnir, lýsingar og kynningar á efni áfangans
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna skapandi verkefni í tengslum við námsefnið
    • sýna tilbrigði í málnotkun og styrkja eigin málfærni
    • beita skýru og blæbrigðaríku máli í ræðu og riti
    • taka þátt í málefnalegum umræðum, tjá skoðanir sínar og færa rök fyrir máli sínu
    • túlka texta frá eigin brjósti með gildum rökum
    Lokapróf og símat