Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1425294515.52

    Orðspor
    ÍSLE2OS05
    39
    íslenska
    Orðspor
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    ,,Af máli má manninn þekkja.“ Í áfanganum er unnið með tungumálið á fjölbreyttan hátt. Nemendur þurfa að kynna sér margs konar málsnið. Ýmis verkefni eru unnin í ræðu og riti auk þess sem mikil áhersla er lögð á framsetningu fyrir framan myndavélar. Nemendur setja upp eigin sjónvarpsdagskrá með ýmsu frumsömdu efni þar sem reynir á margs konar málsnið.
    Lágmark 7 á grunnskólaprófi eða ÍSLE1DE05/ÍSLE1LR05.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • málfræðihugtökum og hugtökum sem nýtast í tal- og ritmáli
    • orðaforða sem nægir til að skilja íslenskt nútímamál í ræðu og riti
    • mismunandi tegundum bókmennta og nytjatexta
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita gagnrýninni hugsun og koma skoðun sinni á framfæri á skýran og greinargóðan hátt
    • nýta hjálpargögn á markvissan hátt við frágang ritsmíða
    • nýta málfræðihugtök og málfræðilegar upplýsingar til að efla eigin málfærni
    • flytja mál sitt af nokkru öryggi
    • lesa sér til gagns og gamans bókmenntaverk jafnt sem nytjatexta og fjalla um inntak þeirra
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna að skapandi verkefnum í sambandi við námsefnið
    • styrkja eigin málfærni
    • beita skýru, lýtalausu máli í ræðu og riti
    • taka þátt í málefnalegum umræðum
    • tjá afstöðu og efasemdir um efnið sem unnið er með og komast að niðurstöðu
    • hafa vald á áhrifaríkri málnotkun, svo sem með stílbrögðum
    Fjölbreytt námsmat þar sem byggt er á prófum og verkefnum